Samvinnan - 01.03.1986, Síða 62

Samvinnan - 01.03.1986, Síða 62
Slík viðurkenning var á þessum tíma einsdæmi, þegar í hlut átti ómenntaður og ættsmár bóndi Náðargjöf frá kónginum Grein um brautryðjendur íslenskrar myndlistar og ræktúnar- byltinguna í Skriðu Jón hét maður Hallgrímsson og bjó að Naustum við Akureyri í byrjun átjándu aldar. Um Jón þenna er ekki margt kunnugt, nema hann var góður bóndi og hagleiksmað- ur og af merku fólki kominn þar í sveitunum. Föðurbróðir hans var t. d. Ásmundur skáld Sæmundsson í Sanr- komugerði er orti Hervararrímu og fleira sem frægt varð. Jón á Naustum var kvæntur og átti börn. Ekki er rúm til að gera hér frekari grein fyrir þeim, nema synin- um Hallgrími er fæddist á Naustum árið 1717 ogólstþarupp hjáforeldrum sínum. Hallgrímur tók við búinu á Naustum eftir þeirra dag en flutti sig nokkru síðar að Kjarna, sem var næsti bær við Naust. Kona Hallgríms var Halldóra Þorláksdóttir frá Ásgeirs- Hallgrímur Jónsson, bóndi á Halldórsstödum í Laxárdal var einn kunn- asti tréskurðarmeistari og málarí síns tíma. Hér sést skápur, sem hann hefur smíðað, skorið út og skreytt litum. Ofan á skápnum er fjöl, sem Hallgrímur hefur einnig skoríð og málað. brekku í Skagafirði. Bjuggu þau hjón allmörg ár á Kjarna og þar og á Naustum fæddust elstu börn þeirra, sem frægt hefur orðið í sögunni, því þaðan er ættarnafnið Kærnesteð kornið. En það nafn hefur komið við sögu þjóðarinnar allt framá okkar tíð, eins og kunnugt er. # Náðargjöf frá kónginum Frá Kjarna fluttust þau Hallgrímur og Halldóra austur í Laxárdal í Þingeyj- arsýslu og bjuggu fyrst á Halldórsstöð- um,, en síðan lengi að Kasthvammi og þar voru flest börn þeirra fædd, en þau urðu 15 að tölu. Áf þeim hjónum er því kominn mikill fjöldi manna, og eru í þeim hópi mjög margir atgerfis og framfaramenn og listamenn, ekki síst tréskurðarmenn og málarar. Má með réttu segja að ætt þeirra hjónanna hafi orðið sérlega kunn fyrir dugnað og hagleik samfara óvenjulegri útsjón- arsemi. Og má þá hafa í huga þau kjör sem þau hjón hljóta að hafa búið við með sinn stóra barnahóp sem og börn þeirra flest, og einnig tíðarfar og almennt ástand í landinu á þessum tíma. Hallgrímur Jónsson var ekki aðeins duglegur bóndi, hann var og ekki síður smiður og tréskurðarmaður og mun eitthvað hafa bætt afkomu sína með slíkum störfum. Var Hallgrímur slíkur listasmiður og hugvitsmaður eftir því, að mikið orð fór af honum. Kunnastur er hann þó trúlega núorðið fyrir málverk sín og myndskurð. Eru til verk eftir hann í Þjóðminjasafni, bæði altaristöflur og önnur myndverk og smíðisgripir svo sem haglega út- skornir skápar. Altaristöflur hans þykja merkilega persónulegar, þótt þar megi að áliti listfræðinga greina áhrif barrokstefnunnar sem þá var lítt kunn liststefna hér á landi. Ekki mun Hallgrímur þó hafa stundað listnám erlendis svo sem synir hans gerðu. Á efri árum sínum hlaut Hallgrímur opinbera viðurkenningu fyrir list sína og önnur störf. Var hann þá kominn í skjól sonar síns að Upsum í Svarfað- 62

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.