Samvinnan - 01.03.1986, Qupperneq 64

Samvinnan - 01.03.1986, Qupperneq 64
Náðargjöf frá kónginum Hann mun vera einn hinna fyrstu Islendinga, sem námu myndlist erlendis, og nokkur verka hans eru enn til. Jón kom heim frá námi var hann fyrst hjá föður sínum í Kasthvammi og kvæntist þar, en árið 1771 er Hallgrím- ur og Halldóra fóru að Upsum, fluttist Jón vestur í Skagafjörð og bjó þar síðan, lengst að Lóni í Viðvíkursveit. Jón Hallgrímsson mun vera einn hinna fyrstu íslendinga er námu myndlist erlendis. Nokkur verka hans eru enn til, m. a. nokkrar altaristöflur og málverk. Talið er að hann hafi málað málverkið af Sigurði Stefánssyni síð- asta biskupi á Hólum, en það er nú í Þjóðminjasafni. Síðast en ekki síst mun Jón málari hafa skreytt innan dómkirkjunaáHólum. Af Jóni málara og reyndar af Hallgrími föður hans einnig er merkur þáttur í Upphafi Listasögu íslands, eftir Björn Th. Björnsson. Má því segja að listasaga íslands á síðari tímum hefjist með þeim feðgum. • Virtur borgari í Höfn Einn sona þeirra Hallgríms og Hall- dóru hét Friðfinnur. Hann sigldi ungur til Kaupmannahafnar eins og Jón eldri bróðir lians, en Friðfinnur fæddist árið 1746 og var því sjö árum yngri en Jón. Hann var ekki síður listhneigður en aðrir í ættinni og þótti frábær tréskurðarmaður. Hlaut hann ekki síst frægð mikla fyrir tafl eitt forkunn- argott, er hann gaf danakonungi og var lengi haft til sýnis sem sérstök gersemi. Friðfinnur nam bartskeraiðn og stundaði þá iðn í Kaupmannahöfn um langa ævi. Hann kvæntist danskri konu og varð virtur borgari í kóngsins Kaupmannahöfn. Hann tók fyrstur manna upp ættarnafnið Kærnesteð. Er það nafn dregið af fæðingarstað hans, Kjarna í Eyjafirði, þar sem nú er sá frægi Kjarnaskógur. Eftirmæli eru til um Friðfinn Kærnesteð í ís- lenskum sagnablöðum V. deild og vísast þangað þeim sem frekari áhuga hafa. # Verðlaun fyrir kálrækt Er þá komin röðin að yngsta syni þeirra Halldóru og Hallgríms, þeim sem ætlunin var að fjalla um hér sérstaklega. Það er sonurinn Þorlákur er fæddist að Halldórsstöðum í Lax- árdal 14. sept. 1754. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum í Laxárdalnum og fluttist með þeim að Upsum árið 1771. Var hann síðan um skeið á vist með séra Gunnari bróður sínum. Snemma mun Þorláki hafa kippt í kyn til föður síns og bræðra, hvað varðaði handlagni og margs konar áhugamál. Hann kvæntist ungur Þor- gerði dóttur Jóns hreppstjóra Hálf- danarsonar á Urðum í Svarfaðardal. Var hún 6 árum eldri en bóndi hennar, fædd 1748. Reistu þau bú að Urðum og bjuggu þar nokkur ár í félagi við Jón hreppstjóra föður Þorgerðar. Þröngt mun Þorláki hafa þótt um sig þar og flutti hann í Böggvisstaði árið 1781 og bjó þar til vors 1790. Á Böggvisstöðunr var Þorlákur kominn í nábýli við Gunnar bróður sinn á Ups- um og föður sinn sem þá var enn á lífi á Upsum. Þarna á Böggvisstöðunr fékk Þorlákur aðstöðu til að sýna fyrst hvað í honum bjó og vantaði ekki að hann notfærði sér aðstöðuna. Það tímabil sem Þorlákur bjó á Böggvis- stöðum var eitt hið erfiðasta sem yfir þetta land hefur gengið, og er þá mikið sagt. Sjálf Móðuharðindin fóru þá sinni grimmu hendi um byggðirnar. Að þessum harðindum loknum stóð hinn ungi bóndi á Böggvisstöðum keikréttur sem ríkasti fjárbóndinn í sveitinni. Átti hann 4 mjólkandi kýr, 41 kind og tvo hesta, en þá var nær' enginn bústofn eftir á sumum bæjun- um. En Þorláki nægði ekki búskapurinn. Drift hans og áræði var meira en svo. Á Böggvisstöðum hóf hann strax út- gerð og var til þess tekið hve vel skip hans voru búin. Sótti hann sjálfur sjóinn með mönnum sínum og þótti öll hans útgerð og sjómennska til fyrirmyndar. Hefði áreiðanlega orðið af honum mikil útgerðar- og sjó- mennskusaga, hefði hann einbeitt sér að því sviði um ævina. Einnig mun hann strax á þessum árum hafa fengist við smíðar og m. a. hóf hann smíði fiskiöngla sem líkuðu vel. Varð hann fyrstur íslenskra manna til að smíða brúklega öngla, en áður höfðu slík veiðarfæri öll verið innflutt. Seldi Þorlákur kaupmönnum öngla sína og líkuðu þeir svo vel að hann annaði engan veginn eftirspurn. Varð af þessu stórkostlegt hagræði fyrir byggðarlag- ið og myndi Þorláks trúlega minnst enn í dag fyrir þetta eitt, þótt ekki kæmi fleira til. En það kom fleira til. Strax á Böggvisstöðum var Þorlákur tekinn til við garðræktina og það svo að hann fékk verðlaun konungs fyrir kálrækt þegar árið 1788, en þá hafði hann ungur maðurinn aðeins stundað bú- skap um tíu ára skeið og þar af fyrstu þrjú árin í félagsbúi að Urðum, sem áður segir. • Glæsileg búskaparsaga Vorið 1790 var svo komið að Þorláki þótti ekki nógsamlega rúmt um sig á Böggvisstöðum og fluttist hann þetta vor að Skriðu í Hörgárdal. Hófst nú 64
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.