Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1914, Page 7

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1914, Page 7
81 sitt ytrasta til þess, að í þessu máli verði sem mest eining og samhugur meðal deildanna. 12. Bókfærsla í samvinnufjelögum. Samþykkt þessi til- laga: »Fundurinn skorar á nefnd þá, er kosin vará síð- asta aðalfundi — samanber aðalfundargerð 1913, 10. mál, III. lið — að hafa lokið starfi sínu fyrir næsta aðalfund og koma þá fram með álit sitt og tillögur. 13. í sambandi við næsta mál á undan, var sömu nefnd falið að taka til íhugunar, á hvaða hátt tiltækilegast væri að koma í verklega framkvæmd hugmynd þeirri — um námsskeið fyrir samvinnufjelagsmenn —, sem kemur fram í I. hepti Tímaritsins þ. á., bls. 12 — 13, og leggi nefndin álit sitt og tillögur í þessu máli fyr- ir næsta aðalfund. Fundi frestað til næsta dags. Næsta dag, kl. 4 síðdegis, 21. Júní, var fundur settur aptur á sama stað. Ingólfur Bjarnason, kaupfjelagsstjóri í Fjósatungu, mætti á fundinum sem fulltrúi Kaupfjelags Svalbarðs- eyrar. þessi mál voru tekin fyrir: 14. - Starfsmenn fjelagsins allir endurkosnir í einu hljóði — sjá aðalfundargerð 1913, tölulið 5. — Auk þess var kosinn varamaður í stjórnina: Steingrímur Jóns- son, sýslumaður á Húsavík. 15. Endurskoðendur lögðu fram aðalreikning Sambands- ins 1913 — 1914, endurskoðaðan, og höfðu þeir ekk- ert haft við hann að athuga. Var hann síðan borinn upp og samþykktur í einu hljóði. lö. í kjötsölumálinu voru teknar þessar ályktanir: I. Flokkun kjötsins og verðskipting sje gérð eptir sömu reglum og síðast liðið ár var ákveðið. Nú er selt fyrirfram allt sem Sambandið hefur fastlofað af saltkjöti Sambandsdeildanna og situr þá hið fastlofaða kjöt fyrir því verði sem fæst, ef

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.