Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1914, Síða 15

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1914, Síða 15
89 byggði hann sjálfur, og var ekki ónáðaður með timbur- reikningi. Hann smíðaði sjálfur nagla sína, eða hann notaði ekki nagla. Lítil kornmylna við læk í landi ná- grannans malaði kornið, ef bóndinn malaði ekki bara kornið heima hjá sjer.* Jeg vil nú endurtaka það: Þessi bók mín hefði ekki átt erindi í bókaskáp bænda fyrir 100 árum. Fyrir 100 árum skiptu bændur mikið við Indíána, þegar þá vantaði eitthvað; nú skipta þeir við banka, fasteigna- sala og jarðeigendur er búa í fjarlægð. Nú framleiða þeir mest fyriF markaðina og senda vörur sínar með járnbrautum. Þeir skipta nú við vörugeymsluhús, um- boðsmenn og »spekúlanta«. Nútíðárbóndinn hlýtur að vakna til nýrra framkvæmda, ef hann hefur tekið eptir breytingunni sem á svo mörgu er að verða, og hann hlýtur þá að sannfærast um það, að hann lifir á nýju timabili. Hann verður að vera starfshyggjumaður (»Busi- nessman«) í hvaða skilningi sem er, annars mistekst honum. Síðan um miðja síðustu öld hafa verið miklar hreyfing- ar á menningarstefnu jarðyrðkjunnar, en þær hafa verið of einhliða; þær hafa að eins náð til eins þriðja af fram- kvæmdarstarfsemi nútíðarbænda. Pær hafa kennt þeim að framleiða, en ekkert kennt þeim um það, hvernig þeir ættu að selja það, sem þeir hafa framleitt, eða hvernig þeir ættu að verja peningum þeim, sem þeir hafa fengið í aðra hönd, hvort heldur þeirra þurfti með til vörukaupa handa heimilunum, eða til framkvæmdarfyrirtækja. Land- búnaðarverzlunin hefir hingað til sýnt það, að það er engu síður nauðsynlegt að kaupa vel og selja vel, en * Þessir verzlunarhættir eru eigi ólíkir þeim, sem tíðkuðust hér á landi um sömu mundir, eins og sjá má í Tímaritinu 1911, »Gamlir verzlunarreikningar«, þrátt fyrir hátt verð á útlendri kornvöru þá, var þó verðhæð útl. vöru að éins 32 kr. á mann um árið. S./.

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.