Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1914, Page 16

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1914, Page 16
90 hitt að framleiða mikið. Þetta munu allir þeir kannast við, sem hafa fengizt við kaupskap, að nokkru ráði.* Fyrst þegar Bandaríkjamenn fóru að gera sjer grein fyrir því, að nauðsynlegt væri að raða niður jarðyrkju- tilraunum eptir vísindalegum reglum, byrjuðu þeir á því, að rannsaka allar búsafurðir bóndans, er hann framleiddi. Aðalstarf bóndans á þeim tíma var að eins að framleiða. Pá var lítið selt og keypt, og þá var lítið um verzlunargróða- menn eða milligöngumenn, eins og við þekkjum nú á dögum. Tilraunastöðvum var komið á fót, til þess að komast að einhverri niðurstöðu, og sömuleiðis búnaðar- skólum og á þeim var kennd jarðeðlisfræði, efnafræði og uppeldisfræði dýra og jurta. Þar var og kennt að þekkja sjúkdóma í ávöxtum, korni, garðmeti og dýrum; hvernig ætti að fara að því, að láta tvö grös spretta þar, sem eitt hafði áður vaxið; hvernig kýr gætu gefið af sjer meiri og kjarnbetri mjólk; hvernig ætti að byggja vegi, fara með ýmiskonar vjelar o. s. frv. Allt þetta var nauðsynlegt á þeim tímum, og er jafn- þýðingarmikið nú á dögum eins og á nokkrum öðrum tíma í sögu landbúnaðarins. En við þetta eitt má ekki sitja, þegar svo afarmargt annað er að breytast og ýmis- legt nýtt að koma í Ijós, sem hefir áhrif á aðstöðu bónd- ans. Menn verða að hafa allar atriðagreinarnar skýrar fyrir augum. Og ef bóndinn á að fylgjast með og hon- um að heppnast starf sitt, verður hann umfram allt að vera starfshyggjumaður. Framleiðsla og framtakssemi * Verndartoilar og verzlunarhringir í Bandaríkjunum rugla einnig stórkostlega eðlilegt verðlag á flestu. Af því höfum við minna að segja, en hitt er algengt, að framleiðendur okkar láta sig of litlu skipta um sölu og innkaup. Og það er naumast hægt að segja að þing og stjórn sje þar til leiðbeiningar og stuðnings. Almennt of lítið hugsað um síðari stigin: hvað fyrir framleiðsluna fáist, og hvernig verðinu skuli verja. Það eru samvinnufjelögin sem þar eru helzt á verði, þó ekki sjeu þau nógu vel vakandi. S./.

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.