Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1914, Page 17

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1914, Page 17
91 bóndans, í orði kveðnu, er of opt að eins vísindalegt yfirlit. Jeg vil mega koma fram með eina spurningu og svara henni. Jeg hef spurt fjölda manna að þessu í mörgum rikjum og fengið svör. Spurningin er þessi: »því yfir- gafstu sveitina?« Flest af unga fólkinu hefur svarað spurningunni á þess- ar lundir: »Jeg gerði það af því jeg var viss um að geta fengið hærra kaup í borgunum«, eða »vegna þess, að það eru svo miklu fleiri tækifœri til atvinnu í borg- unum,« eða »vegna þess, að það er svo miklu skemmti- legra í borgunum. Par er svo margt fóik saman komið og þar eru svo mörg. breytileg verkefni fyrir hendi.« þessar þrjár afsakanir eru í fyllsta máta rjettmætar. Hver þ^irra, út af fyrir sig hefur áhrif á þá nútíðarrithöf- unda, sem um málið skrifa. Eini vegurinn til að halda ungu fólki kyrru á bændabýlunum, eða að draga ungt fólk að þeim, eða þá að hafa áhrif á nútíðarrithöfundana svo þeir snúi sjer að búnaðarmálum, er sá, að gera landbúnaðinn eins arðberandi og hverja aðra starfsgrein (eða sýna það, ómótmælanl^a, að hann sje eins arð- sairiur), að sýna það og sanna að tœkifœrin sjeu eins mikil upp til sveita, eins og í borgunum, óg svo loks að gera sveitalífið eins skemmtilegt og í borgunum. í öðru lagi hef jeg svör upp á fyrnefnda spurningu frá miðaldra fólki og þar yfir, bæði karlmönnum og kvenn- fólki. Sumir hafa flutzt til borganna til þess að stunda þar daglaunavinnu. Aðrir voru farnir að þreytast á bú- skapnum; þeim fannst þeir ekki geta aukið búið nógu mikið og ekki safnað peningum í sjóði með hverju ári. Sumir sögðu: »Við þurftum að mennta börnin okkar og skólarnir í borgunum eru betri og fullkomnari en sveita- skólarnir.« Jeg þekki menn, sem enn þann dag í dag eru að ráða það við sig að hætta við búskapinn og flytja í borgina. En jeg þekki líka aðra sem flytja vildu úr borg- inni út á land, ef þar væru fullnægjandi skólar. Og enn

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.