Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1914, Qupperneq 18

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1914, Qupperneq 18
92 þekki jeg annað fólk, miðaldra fólk, sem fluttist úr sveit- inni á unglingsaldri, sem nú vildi helzt komast þangað aptur með skyldulið sitt, ef að skólar, bókasöfn og aðr- ar menningarstofnanir væru þar fyrir hendi, sem auðvelt væri að ná til. þess vegna verður að taka þessar menn- ingarkröfur til greina, ef aðdráttarafl sveitalífsins á að aukast og dvölin í sveitunum að bera æskilegan árang- ur eptir eðlilegum nútíðarkröfum. Þá er þriðja svarið, sem ótal sinnum hefur hljómað fyrir eyrum mínum. Pað er að vísu nokkuð mismunandi en í aðalefninu er það eitthvað á þessa leið: »í borg- unum eru steinlagðar götur með hliðargangstéttum; úti á landi höfum við blauta og ógreiða vegi, eða þá veg- leysur. í borgunum nota menn rafmagnsljós eða gas- Ijós; við verðum að bjargast við gömlu olíulampana eða þá tólgarkerti. Borgarbúar hafa strætisvagna, knúða af rafmagni og sjálfhreyfivagna; við höfum kerrur og þung- lamalega dráttarvagna. Borgarmenn geta símað eptir lækni, þegar þeir vilja, og til viðskiptamanna sinna, ef þeir þurfa einhvers með; við búum á víð og dreif og eigum langt til læknis, vina og viðskiptakunningja. Peir hita upp hús sín með leiðsluhita, og þegar þeir koma á fætur er heitt í öllu húsinu og skemmtilegt; en þegar við komum á fætur er ailt frosið og kuidalegt. þeir hafa leikhús, samkomusali og samstillta hljóðfæraflokka; við fáum að eins að lesa um þetta. þeir hafa frjálsan aðgang að bókasöfnum og geta lesið þar tímarit, dagblöð og bæk- ur, sem við verðum að kaupa, eða þá fara alveg á mis við þetta.« Hver ráð eru til þess? Sem svar vil Bændur verða jeg aptur segja: Gerið landbúnaðinn að vera starfs- arðsamann. hyggjumenn. Við verðum að hætta því, að tala um starfshyggjumenn og bændur sitt í hvorri merkingu eða sem ósamræmilegar greinar. Allir verða að leggjast á eitt í því, að nálgast sama markmið-

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.