Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1914, Qupperneq 19

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1914, Qupperneq 19
93 ið svo sem mögulegt er. Framvegis mun verða sagt: »bankamenn, bændur, kaupmenn og aðrir starfshyggju- menn,« og þannig bennt á, að allir þessir flokkar hafi mörg sameiginleg menningareinkenni og viðfangsefni Fyrsta sporið í hverju kauptúni, sveitaþorpi eða þjett- býlishverfi ætti að vera það að stofna »klúbb« — gildis- fjelag — starfshyggjumannafjelag. Þar hefðu bændur frjálsan aðgang að, sem meðlimir, á sama grundvelli sem aðrir starfshyggjumenn. Par ætti að vera samkomusalur, þar sem allir geta mætt á sama grundvelli, eða hver flokkur út af fyrir sig, þegar svo þykir betur við eiga. í öðru lagi, þegar banka væri komið á fót eða spari- sjóði í nágrenninu, þá ættu bændur að styrkja slíkt fyrir- tæki; og gerast hluthafar, þó ekki væri nema með einum hlut hver. Þeir ættu að minnsta kosti að hafa einn mann í framkvæmdarstjórninni, og á þann hátt sameinast um þarflegt verk. Tíma og peninga sem til þessa gengi mundu bændur fá borgað í því, að verða betri starfs- hyggjumenn en áður. það væri mjög þægilegt, þegar umboðsverzlunarhús eða einhver samvinnufyrirtæki væru komin á fót, að geta staðið í viðtalssambandi við starfs- hyggju »klúbbana« og geta fengið þannig heppilegar og viðeigandi bendingar. Allar þessar stofnanir bænda ættu ekki að setja sjer það mark að vinna mikil þrekvirki í byrjuninni, fyrir meðlimi sína, heldur hagnýta sjer þær sem æfingaskóla. Bændur þurfa að koma á fót samiagsstofnunum, sem þeir eigi sjálfir mestan hlutinn í, og hafi þar stjórn og íramkvæmdir með höndum. Þangað flytja þeir þá búsaf- urðir sínar: vörur og lifandi pening, sem á almennan markað á að ganga. Þetta er jafnaðarlega mikill peninga- legur ávinningur, þegar til alls er skynsamlega stofnað. En þó beini hagnaðurinn yrði lítill eða jafnvel enginn, þá væri þessi aðferð samt gagnleg, því á þennan hátt kynnast bændur undirstöðuatriðunum í viðskiptalífinu og viðskiptasambandinu milli kaupstaðarbúa og sveitamanna. 7

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.