Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1914, Síða 20

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1914, Síða 20
Q4 Um fram allt ríður á því, að innleiða hreinan samvinnu- fjelagsanda á milli fólksins í borgunum og þeim, sem í sveitunum búa. Áður en bændur geta jafnast á við aðra starfshyggju- menn, verða þeir að afla sjer fjármálaþekkingar og læra almennar viðskiptareglur. Einnig þurfa þeir að efla skyn- semisþroska sinn betur en nú á sjer almennt stað. Peir þurfa og að læra að kaupa og selja eins og aðrir starf- sýslumenn.* Bóndanum er ómissandi að læra meira en verða að eins framleiðandi. Hann verður að læra það, að láta sjer verða sem mest úr afurðum sínum; hann verður að vita hvaða teg- und framleiðslunnar borgar sig bezt. Hann verðuraðvita hvað djúpt á að sá í garðinn og akurinn og á hvaða tíma; hvað opt og hvað djúpt á að plægja og hvenær á að slá. En bóndinn verður einnig að grenslast eptir því, hvað það kostar að framleiða hvað eina sem er; hann verður að þekkja helztu atriði hagfræðinnar: hann verður að vita hvað hann á að fara með á sölutorgið, af því sem hann framleiðir, og hvernig hann á að verja þeim pen- ingum, sem hann tekur á móti. Hvað sem öðru líður verða bænd- Bændur verða ur að geta staðið jafnfætis öðrum að bindast starfsýslumönnum. Bændur búa opt skipulagsböndum. í fjarlægð, hvor frá öðrum, svo talsverður tími fer þá í milliferðir. Pað er því miklu erfiðara að koma á góðu skipulagi meðal bænda en meðal starfsýslurnanna í borgunum. En samt má engan veginn vanrækja þetta atriði. Og þetta verður líka auðveldara með ári hverju, eptir því sem þekkingin vex. Hvert yfirstandandi ár færir með sjer ein- * Snmir kaupmenn okkar telja það broslega fjarstæðu, að bændur skuli ætla sjer þá dirfð, að vera sínir eigin kaupmenn. Það er sagt að páfakirkjan hvetji eigi söfnuði sína mjög til að rannsaka ritningarnar. Eins er því háttað með okkar kaupmennskupáfa: að þeim er hvergi annt um fræðslu alþýðu í verzlunarmálum. S. /.

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.