Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1914, Page 25

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1914, Page 25
99 Eptirmáli. Allstaðar ber að sama brunni, bæði hjer heima og er- lendis, jafnvel hjá mestu framfaraþjóðinni: Bandaríkja- mönnum, að menning sveitabænda og sjerstaklega rjettur skilningur þeirra á krapti sjálfra þeirra, krapti og þýðingu samvinnunnar í sveitalífinu, er harla stutt á veg kominn. Eiginlega er mjög víða ekki enn þá lengra komið en það, að svo ratljóst er, að hægt er að benda á fáeina marksteir.a sem búið er að reisa til að sýna stefnuna. Menn gæta þess eigi nægilega, hversu margt er að breyt- ast á flestum sviðum á síðustu tímum og að nýja tím- anum verðum við háðir meir og meir, hvort sem það þykir Ijúft eða leitt. Og nýi tíminn verður okkur ofjarl, ef við tökum eigi hæfilegt tillit til hans, annars sparkar hann okkur hlífðarlaust út af framsóknarbrautinni. Sá hefur verið heimsins háttur frá upphafi vega. Á þetta hefur Tímaritið viljað benda með ritgerðinni í I. hefti þ. á. »Samvinnumenntun« og svo með ritgerð- inni hjer að framan, sem er eptir áhugaríkann framsókn- armann, er hefur dvalið mörg ár í Ameríku. Hver sá maður, sem rækilega kynnir sjer fjelagslega þekkingu almennings hjer á landi, hlýtur að sannfærast á því, að það er lífsspursmá! fyrir samvinnufjelög okkar, að sönn og raungæf þekking í þeim efnum aukizt að miklum mun, frá því sem nú á sjer stað, og vaxi að miklu leyti upp af nýjum stofni með þeim skilningi á nánustu viðfangsefnum í framtíðarbáráttu þjóðfjelagsins, er bezt má verða. Bændur og búalið, ungmennafjelagar og konur lands- ins mega ekki láta það villa sig, að ýmsir, og þar á meðal sumir alþingismenn, telja alþýðufræðslu okkar vel til vegar komið, eins og nú er, og til hennar megi ekki verja, til muna, meiru af opinberu fje. Satt er það að vísu, að mikið hefur verið gert fyrir fræðslu alþýðu, en mikið er líka ógert; má í því efni benda á, að enn höf-

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.