Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1914, Page 26

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1914, Page 26
100 um við enga húsmæðraskóla og engan verulegan alþýðu- skóla, er landið hafi tekið að sjer. Vantar þá mikið og máske það allra nauðsynlegasta. En þó ekki sjeu settir á stofn margir dýrir og nýir skólar, má á ýmsan hátt bæta mikið úr þeim þekkingar- skorti, sem nú er tilfinnanlegastur, án þess það kosti mikil fjárframlög, sízt svo að þjóðinni sje um megn. Við gömlu skólana má breyla til um kennslugreinar og bæta við nýjum; þurfa þá og að koma nýir kennarar að ein- hverju leyti eða hinir gömlu að afla sjer nýrrar þekking- ar í sumum atriðum. Að því leyti sem það er hlutverk skólanna, að búa nemendur undir góða hluttöku í borg- aralegu fjelagslífi, þá er auðsætt að kennslan verður í ýmsum greinum að breytast eptir því, sem lífsafstaðan breytist í nútíð og fyrirsjáanlegt er að verðá muni í næstu framtíð. Mikið má og bæta með því, að styrkja útgáfu nýrra bóka og smárita, styðja að fyrirlestrum og ýmsum námsskeiðum, þar sem þetta miðar til þess að þjóðin þekki betur en áður aðstöðu sína og þroskaskil- yrði og læri að beita kröptum sínum rjettilega. Að þessu ber öllum þeim að slyðja, sem hafa nokkra trú á framtíð okkar; sem hafa trú á því, að sameining beztu krapta í skynsamlega og bróðurlega stefnu, sje aðalviðreisnarvegurinn. Þjóðin á að mega treysta því, að fjárveitingarvald lands- ins hafi opin augu fyrir því, að fje, sem veitt er til stuðn- ings sönnum og varanlegum landbúnaðarframförum, eða til eflingar tímabærri alþýðufræðslu, er engin ölmusa eða náðargjöf, heldur er þjóðfjelagið að leggja þar fje í spari- sjóð, sem gefur beztu vexti, margfaldar höfuðstólinn fljótlega og getur »klætt fjallið« betur en nokkuð annað. S.J.

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.