Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1914, Side 27

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1914, Side 27
Ýmislegt frá útlöndum, m. fl. I. Samvinnufjelagsskapur með bygging íbúðarhúsa. Á þetta atriði var nokkuð minnst í Tímaritinu f. á. (bls. 41—42). Síðan hefur þessari stefnu miðað vel áfram. Pó svona framkvæmdir sjeu ekki heimfæranlegar til sveita- býla hjer á landi, kynnu þær að geta átt við í kauptún- um okkar, að einhverju leyti. Fróðlegt er það einnig og hvetjandi, að sjá þess ný og ný dæmi, hversu vel stefna samfjeláganna gefst, nærri því að segja á hvaða sviði sem er. Þetta nýja dæmi sýnir hve mikið má spara af því, sem annars gengur til milliliða, umboðsmanna og sjerstakra fjesýslumanna, en sem samlagsmenn geta lagt til hliðar og á þann hátt tryggt framtíð sína, aukið efni sín og dagleg lífsþægindi. í Marzmánuði 1912 var í Höfn stofnað samvinnufjelag, sem nefnist »Byggingarfjelag verkamanna*. Tilgangur fjelagsins er að byggja góð og holl íbúðarhús, fyrir hæfilegt verð, handa efnaminni borgurum, og komast þannig hjá verðhækkun þeirri, sem annars fylgir íhlutun ágóðafýkinna gróðabrallsmanna í þeirri grein. Fyrsta húsið, sem fjelapið Ijet byggja, var fullgert seint í Október f. á. Það er fimmlypt og hefur rúmgóðar nýtízkuíbúðir fyrir 47 fjölskyldur. Leigan er 26 — 42 kr. á mánuði, fyrir þessar fjölskylduíbúðir, og á neðsta lopti hefur kaupfjelagið »Godthaab« tvær sölubúðir. Þetta

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.