Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1914, Qupperneq 35

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1914, Qupperneq 35
109 við að Rússland er númer 2 í röðinni. Eins og nú stend- ur á, er Rýzkaland fyrst í röðinni; en það er vafalítið að eptir 2—3 ár verður Rússland fremst með tölu sam- vinnufjelaganna. í ársbyrjun 1912 voru 18,023 samvinnufjelög í Rúss- landi, en íárslok 1913 verða þau, að öllum líkindum, orðin 24,000. Hvergi hefur þessi fjelagsskapur vaxið jafnhröð- um stigum sem á Rússlandi. Þessi risavöxtur hefur eink- um átt sjer stað síðustu 10 árin, en þó sjerstaklega ept- ir byltingarárin 1905 -1906, eður síðustu 6—7 árin. Að vísu má rekja samvinnuhreyfinguna til ársins 1860, en að þjóðarhreyfingu varð hún eigi fyr en á tuttugustu öldinni. Árið 1902 t. d. var tala samvinnufjelaga á Rúss- landi að eins 1,600. Tölu fjelaganna vitum við nokkurn veginn, en síður meðlimatölurnar, því okkur vantar samandregíð yfirlit í því atriði, fyrir allt rfkið. Þó má geta þess, að 1. Jan. 1912 voru fjelagsmenn Iánsstofnanasambandanna4,660,833; kaupfjelagameðlimir 1,000,000 og meðlimir framleiðslu- fjelaganna: rjómabúa o. s. frv., 500,000. í samræmi við aðalatvinnuveg landsbúa, er aðalkraptur fjelaganna í sveit- unum, hjá bændunum, svo að meira en 90% samvinnu- fjelaganna er í sveitahjeruðum, en allmikið er þó af kaup- fjelagsmönnum meðal verkmannastjettarinnar í bæjunum. Um eignir og viðskiptaveltu fjelaganna getum við enn minna sagt með fullri vissu, þó má geta þess, að sá höfuðstóll, sem lánsstofnanafjelögin höfðu yfir að ráða, 1. Júlí 1912, nam 892,700,000 kr. Nokkur rússnesku fjelögin hafa gengið í bandalag, en landsstjórnin er slíkri sameiningu fremur andstæð, en til hennar verður að sækja um leyfi til þesskonar, og hún neitar optast nær. Fyrsta rússneska sambandið var stofnað í Moskow 1908 af kaupfjelagsdeildum; eru deild- irnar í því sambandi nú orðnar 900 með 300,00 meðlimum. í Síberíu er stórt bandalag meðal mjólkurbúanna þar. Eru 900 bú í fjelaginu og tala fjelagsmanna 100,000. ' 8

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.