Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1914, Síða 37

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1914, Síða 37
111 Sjálandssambandinu hafði miklu minna farið fram og á árinu 1896 runnu bæði samböndin í eitt, mest fyrir for- göngu Severins, enda var hann kosinn formaður. Fyrsta sameinin^arárið (1896) var viðskiptaveltan 4,176,072 kr. og árságóðinn 107,766 kr. En árið sem leið (1913) var viðskiptaveltan 61,999,490 kr. og árságóðinn 3,048,009 kr. Á þessum 17 árum hefur því viðskiptaveltan fimmtán- faldast. Eignir Sambandsins nema nú mörgum miliónum kr. og fjelagið er nú langstærsta verzlunarsambandið á Norðurlöndum. En, það eru ekki að eins þessar síhækkandi tölur í verkahringnum, sem vekja aðdáun okkar, — því margur hefur náð saman miliónum í seinni tíð á stuttum tíma,— heldur tilgangurinn og örðugleikarnir á því, að ná til- ganginum. í þessu tvennu felst mikilhæfi mannsins, sem um er að ræða. Tilgangur miliónamæringa nútímans er að hefja sig yfir fjöldann, auðga sjálfa sig persónulega, breikka biiið milli auðugra og snauðra og ná sem mestu drottinvaldi yfir mönnum, og sem flestum meðölum að tignartróni. Alveg gagnstætt öllu þessu fólst í tilgangi Severins, eins og hjá hverjum öðrum sönnum samvinnu og umbótamanni nútímans, og þarf þá eigi mótsetning- unni frekar að lýsa. Örðugleikarnir voru piiklir og margvíslegir. Innan verkahringsins var skilningsskorturinn, þröngsýnið, sín- girnin, tortryggnin og fleira af sama bergi brotið. En þess er vert að geta, að Severin hafði og marga góða liðsmenn í umbótastarfinu, sem skildu hann, trúðu honum og veittu á allar lundir aðstoð sína. Severin kom einmitt fram á vakningartímabili sinnar þjóðar, á vordegi, þegar jarðvegurinn var víða móttækilegur fyrir nýjan gróður. Annars hefði sannast á honum: »Enginn má við margnum«. Ytri örðugleikarnir voru á allar hliðar, svo að segja: hæðni, tortryggni og stöðugar árásir á stefnuna og störf- in. En allt þesskonar Ijet hann ekki á sig fá, heldur 8*

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.