Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1914, Qupperneq 40

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1914, Qupperneq 40
114 mig að sleppa forstöðunni, þegar menn fœru að œskja ibesSj og jwí vil jeg helzt draga mig í hlje frá starfinu, meðan mcnn óska þess enn-, að jeg sjc kyrr við það.“ Er þetta ekki fallega og viturlga talað? 5. /■ VI. Kjötframleiðsla og kjötþurrð í Bandankjunum. Eins og kunnugt er, hefur kjötverð hækkað mjög hjer á landi hin síðustu árin. Eru til þess ýmsar ástæður. Endurbætt meðferð á kjöti okkar á þar drjúgan þátt að máli, en mestu veldur um verðið, hvað framboðið hef- ur minnkað í sumum þeim löndum, sem fluttu út mikið af kjöti fyrir ekki svo mörgum árum síðan. , Það hefur heldur ekki orðið mikið úr því, að þau lönd sem kaupa aðflutt kjöt hafi aukið til muna innanlandsframleiðsluna. Kjötþurrðin heldur því áfrani, og meðan svo er, geta íslendingar búizt við háu verði fyrir sitt kjöt, ef þeir gæta þess jafnframt, að það reynist vel verkað og gott í eðli sínu. En því er miður að íslenzka kjötið fer held- ur versnandi að gæðum, þar sem útflutningur af smá- um og mögrum lanibakroppum eykst ár frá ári. Bandarikin eru eitt dæmi þess, hversu að því dregur, að kjötútflutningur hverfi má ske fljótlega úr sögunni í sumum löndum. Hjer á eptir koma nokkrar upplýsingar í þessu efhi. Síðustu árin hefur kjöt og sláturfjenaður stöðugt hækk- að i verði. þessi verðhækkun stafar einna .mest af því, að framleiðsla kvikfjenaðar í Bandaríkjunum fer stöðugt minnkandi, og það í stórum stýl, einkum fækkar nautpen- ingnum stórkostlega. Árið 1907, var tala uautgripa í Bandaríkjunum rúmlega 51 milión, en 1913 var þessi tala komin niður í 36 mil. Fækkunin er því 30% á 6 árum og er auðsætt hvert stefnir í þessu máli.

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.