Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1914, Page 42

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1914, Page 42
116 og verð á nautgripum hefur hækkað um 51%. Þegar svona horfir við, telja margir eigi annað fyrir hendi, en haga kvikfjárræktinni eptir skynsamlegri niðurröðun, eins og í þeim löndum, þar sem slíkt er bezt á veg komið, svo eigi steðji kjöthungur bráðlega að þjóðinni. Sjer- staklega telja menn enn góða aðstöðu til þessa í Suður- ríkjunum, þar sem búið er að höggva skógana, en landið lítið tekið til ræktunar. VII. Sementsbardaginn í Danmörku. Lesendunum mun flestum vera kunnugt um það, af ýmsu sem áður liefur staðið í Tímaritinu, á víð og dreif, að samvinnufjelögin í útlöndum, en þó einkum kaupfje- lögin, hafa optlega tekið til þeirra ráða, þegar kostum þeirra með kaup á einhverri vörutegund hefur verið þröngvað stórkostlega af samtökum og einveldi þeirra sem vöruna seldu, að ganga þá sjálf í bandalag með framleiðslu og tilbúning þeirrar vöru, bindast kaupskyldu á þessari vöru, um tiltekinn tíma, og hætta öllum við- skiptum við fyrri framleiðendur. Þetta hefur vanalega borið góðan árangur og ekki orðið fjelögunum að skaða, heldur þvert á móti. Vörutegundin hefur vanalega orðið ódýrari fyrir kaupendur, en fyrirtækið sjálft borið sig vel, og veitt nokkurn útskiptanlegan ágóða til viðskiptamann- anna. Auðvitað hefur ágóðaúthlutunin farið fram eptir aðalgrundvallarreglu samvinnufjelaga: verið útbýtt eptir viðskiptahæð fjelagsmanna í þeirri grein, sem um er að ræða. Þessi hugsjón stóð einnig upphaflega á frumskrá Rochdalefjelagsins, og ensku kaupfjelögin hafa lengi fengizt við þess konar framleiðslustarfsemi í stórum stýl. í öðrum löndum hefur og optlega verið farin sama

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.