Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1914, Qupperneq 45

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1914, Qupperneq 45
Harðasti bardaginn í þessu efni, sem háður hefur verið á Norðurlöndum, stendur nú sem hæst yfir. Ann- ars vegar er hinn öflugi sementshringur Norðurlanda, en hinns vegar stendur fjöldi af samvinnufjelögum í Dan- mörku. Sementshringurinn, með fylgismönnum sínum, hefur beitt í málinu öllum þeim andróðri og bardaga- brögðum með fyllstu frekju, sem lýst hefur verið hjer að framan, og ekkert látið ógert af sinni hálfu til þess, að jafna hervirki óvinanna með jörðu. En hingað til hafa herskeyti hringsins ekkert unnið á, en virkin hafa verið treyst enn betur og verða bráðlega aukin til muna. Um bardagalokin er enn eigi hægt að segja neitt ákveðið. En vissa er fyrir því, að bandamenn eru með óbilaðan áhuga og virðast harðna við hverja árás sem gerð er. Tildrögin og byrjunin er á þessa leið: Sementshringurinn hefur, í allmörg undanfarin ár, haft hjer um bil allan sementstilbúning og sölu hans með höndum í Danmörku og alímikið til annara landa. Eins og vanalega gerist, þegar svona stendur á, varð varan óhóflega dýr og öllum þeim, sem því urðu að sæta, þótti þungt að búa undir einveldisyfirráðunum. Pað var því víða talsverður áhugi fyrir því, að koma upp samkeppnisstofnun og losa til um yfirráð hringsins. En lengi sat þetta við lauslegt umtal og máttlausar bolla- leggingar, svo ekkert varð af framkvæmdum. Sambands- kaupfjelagið, sem útvegaði kaupfjelagsdeildunum sement, og tók hann í stórkaupurh eins og fleiri vörur, gerði samning við sementshringinn í ársbyrjun 1911, að taka þar allt það sement næstu 5 ár, en deildirnar pöntuðu hjá Sambandinu, og sem vanalega var ‘afarmikið. Sam- bandið fjekk því loforð um talsverðan afslátt, frá því almenna verði sem yrði á sementi á hverjum tíma. En strax á eptir að þessi samningur var undirritaður, hækkaði hringurinn almenna verðið um 50 aura á hverri tunnu, sem þá einnig náði til þess er Sambandið keypti. Hringurinn Ijet það uppi um leið, að þetta væri gert í

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.