Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1914, Page 48

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1914, Page 48
122 manna með öllum útbúnaði kostaði 1 mil. og 200 — 300 þús. kr. Þessi verðlækkun átti að vera rothögg á nýju verksmiðjuna eða að minnsta kosti koma í veg fyrir það, að hún gæti veitt nokkurn ágóða. En það er ekk- ert útlit fyrir að þetta ætli að lánast. Verksmiðjar* starf- ar með fullum krapti og getur vel fylgzt með þessu niðursetta verði. Stórskeyti þetta frá hringnum hafði því aðallega þær verkanir, að nú fyrst varð mönnum fyllilega Ijóst, hvílíkt ránsverð hafði áður verið hjá hringn- um á þessari vöru, og þá hlaut áhugi manna að fara vaxandi fyrir því, að styðja þá stofnun sem sparaði land- inu 6 mil. kr. á einu ári, að eins á þessari einu vörutegund. Sement bandamanna reynist mjög góð vara, og er þar því ekki hægt að koma með neinar árásir. En þó svo færi að sementshringurinn lækkaði söluverðið enn meir hjá sjer, eru litlar líkur til að bandamenn gefizt upp, enda þótt svo færi, að þeirra sement yrði dýrara, um tíma, af því hinir seldu sjer í skaða. Peir mundu telja víst að slíkt stæði ekki lengi, ef ekki er látið undan síga. Annaðhvort yrði hringurinn að hækka verðið aptur, von bráðar, eða þá hætta við framleiðsluna. Petta virðist einnig liggja í eðli málsins: Sementsverðið hjá fjelagínu ætti þó allt af að verða mun lægra en áður, eða ann- ars hefði verið kostur á. Og hinir mörgu kaupendur mega vera ánægðir með þann mælikvarða. Þeir ættu þá og að þola það vel, þó varan sje lítið dýrari, um tíma, en annars kynni að vera kostur á. Þetta geta hinir mörgu vel þolað, sem reka allt annað starf sem aðalatvinnu. En einkafyrirtæki einstaklinga þola það aldrei, ótakmark- aðan tíma, að selja allt af í skaða. Af hversu mikilli efnafúlgu, sem vera kann að taka, hlýtur hún þó að þrjóta um síðir, ef allt af er meira og minna tap á fyrir- tækinu, og út í þá ófæru leggur enginn skynsamur og hagfróður maður. En á hinn bóginn má ganga að því vísu, að falli þetta fyrirtæki bandamannanna, svo sementshringurinn

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.