Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Page 8
2
Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
SláturfóJagi Suðurlands hefir yfirsést í því,
Sundurþykkjan að það hefir ekki unnið á móti hinum upp-
í Sláturfélagi leysandi kröftum eins og skyldi. Félagið
Suðurlands. hefir treyst á, að bændur myndu vera
langminnugir á þær hörmungar, sem þeir
áttu við að búa í verslun með sauðfé sitt, áður en samtök
þessi byrjuðu, en svo er ekki. það er eitt af einkennum al-
menningsálitsins, að það er gleymið, og þakklætistilfinning-
in fyrnist fljótt. Sláturfélaginu hefir orðið að þessu. það
hefir óneitanlega haft geysimikla þýðingu fyrir bændur á
Suðurlandi. það hefir bætt alla meðferð vömnnar. það
hefir komið skipulagi á fjárrekstrana og söluna. það hefir
komið upp kælihúsi í Reykjavík til að gera félagsmönnum
kleift að njóta nýmetismarkaðar í höfuðstaðnum árið um
í kring. Ekkert af þessu hafa kjötspekúlantamir gert, fyr
en samkepni félagsins hefir knúð þá til þess. Samt hefir
um alt félagssvæðið mátt heyra lúalegar aðfinslur og tor-
trygni í garð félagsins. Menn hafa verið langminnugir á
óhöppin, en gleymnir á hinar óteljandi umbætur, sem fé-
lagið hefir gert.
Jes Zimsen kaupmaður í Rvík er einn af
Zimsen og eigendum íshúss í bænum. Leggur það fyr-
Björgvin. irtæki mikla stund á að ná kjöti frá bænd-
um, og halda sem mestu af sölunni í bæn-
um. Hefir Zimsen og fleiri af sama sauðahúsi jafnan stað-
ið í skiftum við samkepnisbændur á Suðurlandi, þ. e. þá
menn, sem alt af vilja manga sjálfir með hvert kjötpund,
og halda, að þeir séu sífelt að leika á kaupmanninn í skift-
unum. þessir menn vilja að samvinnufélög séu til, og nota
þau sem grýlu á kaupmenn; reyna í skjóli þeirra að manga
sér til handa óvenjuleg vildarkjör. í nokkrum sóknum um
miðja Rangárvallasýslu hefir jafnan verið töluvert af slík-
um mönnum. Á því svæði býr Björgvin Vigfússon sýslu-
maður, meinhægur maður, ákaflega hégómlegur og grunn-
hygginn í meira lagi. þennan mann hafa samkepnismenn
í Reykjavík haft á oddinum til að reyna að sprengja út
úr Sláturfélaginu. Tilgangurinn sá, að bændur skyldu hefja