Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Side 17
Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
11
það til að selja afurðirnar, heldur en að treysta á heildsala
og umboðsmenn. Hingað til hefir samþyktum þessa félags
verið svo varið, að stjórnin hefir getað endurkosið sjálfa
sig, hvað sem félagsmenn sögðu, af því að stjórnarnefnd-
armennimir hafa atkvæðisrétt, þó að þeir séu ekki kosnir
fulltrúar. Hinsvegar eru fulltrúar mjög fáir. Verður ein-
kennilegt að sjá, hversu fer á næstu árum með þróun
bændasamtakanna í Skagafirði. Hugsanlegt er, að kaup-
félagið verði að koma upp sláturhúsi sjálft, til að hafa um-
ráð yfir gjaldeyrisvörunni. Er það fyrirkomulag yfirleitt
miklu betra og hagkvæmara hér á landi, heldur en hitt, að
skilja að verslun með innlendar og útlendar vörur.
þar eru tóvélarnar á Húsavík mei’kasta ný-
Kaupfélag ungin. Upprunalega var deilumál þar, hvort
þingeyinga. tóvélarnar ættu að vera samvinnufyrirtæki
eða gróðafélag. Kaupmenn á Húsavík vildu
síðari leiðina. Samvinnumenn í héraðinu hina. Sú leiðin var
farin. Hallgrímur þorbergsson bóndi á Halldórsstöðum fór
til Noregs, valdi vélarnar, setti þær upp og stjórnaði þeim
í vetur. Síðan fer hann alfarinn heim að búi sínu
aftur. Er ‘þetta dæmi glæsilegur vottur um hina nýju
bændamenningu landsins, þegar bóndi í sveit getur tekið
sig upp frá búi sínu, siglt til annara landa, valið þar og
keypt inn iðntæki, sem alment myndi álitið að sérfræðing-
ar einir gætu int af hendi. Hallgrímur er bróðir þeirra Jóns
bónda á Bessastöðum og Jónasar ritstjóra á Akureyri.
Hann gekk fyrst á búnaðarskólann á Eiðum. Dvaldi síðan
árum saman við fjárrækt og búfræðisnám á Norðurlönd-
um og Englandi. Nú hefir hann um nokkur ár búið á Hall-
dórsstöðum í Laxárdal, og jafnframt rekið tóvélar þær,
sem hugvitsmaðurinn Magnús þórarinsson hafði komið
þar á fót. Á þennan hátt hafði Hallgrímur féngið þá ment-
un og æfingu, sem þurfti til að geta leyst þetta vandaverk
af hendi. Tóvélarnar voru lítið eitt notaðar áður, en sama
sem nýjar og mjög ódýrar. Kaupfélagið lagði til húsið,
gamalt smíðaverkstæði. Á áliðnum vetri var búið nð kemba
úr allri þeirri ull, sem til var í austurhluta þingeyjarsýslu.