Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Síða 28
22
Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
Án þekkingar á samvinnumálum er skynsamleg fram-
kvæmd óhugsandi. Og Svíar líta svo á, að án „Kaupfélags-
blaðsins" hefði áhugi og skilningur á sámvinnu verið ólíkt
minni þar í landi, heldur en raun ber nú vitni um. íslensk-
ir samvinnumenn hefðu gott af að lesa Konsumentbladet.
það er ákaflega ódýrt, en fræðir bæði um ástand félag-
anna í Svíþjóð og víðar erlendis. Nægileg utanáskrift:
Konsumentbladet, Stockholm. Kaupendur blaðsins í Sví-
þjóð eru nú um 100 þús.
Frá 15. júní til 15. sept. verður opin í Gent
Sýningin í hin fyrsta sýning,. sem samvinnufélög ná-
Gent. lega allra landa standa að. I hinni sömu
borg verður, eins og áður er á drepið, hald-
ið alþjóðaþing samvinnufélaganna nú í sumar. Tilgangur
sýningarinnar er að vera undanfari verslunarskifta milli
samvinnufélaga í öllum löndum. Takmarkið er að frarn-
leiðendui" og neytendur starfi saman í bróðurlegum fé-
lagsskap. Fyrir íslendinga má vænta sér mikils af auknu
réttlæti meðal þjóðanna. Hinir minstu og veikustu líða
mest'viö vald hnefaréttarins.
Hveitið er dýrt þegar það kemur til Ev-
Sölusamband rópu vestan um haf. En bændurnir á slétt-
bænda í Banda- unum í Ameríku fá stundum svo lítið fyr-
ríkjunum. ir framleiðsluna, að komið hefir fyrir, að
hveiti hefir verið-brent, af því að ekki hef-
ir borgað sig að koma því á markaðinn. Hveitikaupmenn-
irnir valda verðlækkun gagnvart bændunum og verðhækk-
un gagnvart neytendum. I sumar sem leið snéru bændur
sér til stj órnarinnar og báðu um einskonar landsverslun
með hveiti, eins og stjórnin í Brasilíu hefir gert með kaffi,
til að tryggja framleiðendum kostnaðarverð a. m. k. En
stjórnin daufheyrðist, enda eiga auðmennirnir í Banda-
ríkjunum nálega öll blöðin og þar með þing og stjórn. þá
tóku bændur til sinna ráða, og eru nú að mynda sölusam-
band hveitiframleiðenda, til að komast utan um hveiti-
kóngana. Verslunarráðið í Chicago hefir lýst vanþóknun
sinni á þessu fyrirtæki, enda eiga hveitisalarnir þar heima.