Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Blaðsíða 30
Atvin nulíísliorfur
(Grein þessi var samin í janúarmánuði f. á., og ætlað
að flytja hana á bændanámsskeiði á Egilsstöðum á Völlum.
Ýmislegt horfir við lítið eitt öðruvísi en þá, eins og líka
hagskýrslur liggja fyrir nýrri nú; þó er meginmálið látið
halda sér óbreytt.)
Nú á tímum er ekki tíðræddara um annað efni um
heim allan en hag og horfur atvinnulífsins.
Eftir ófriðinn mikla hefir atvinnulífið komist í þá
kreppu, — nær um heim allan, — að lengra verður ekki
jafnað. þjóðir og einstaklingar eru nú á hraðri leið til ör-
birgðar og gjaldþrota, og menn vita varla, hverjum brögð-
um menn eiga að beita, til að fullnægja brýnustu lífsþörf-
um sínum.
það þarf naumast að eyða mörgum orðum um það, að
við íslendingar höfum ekki komist hjá samskonar kreppu
atvinnulífsins og aðrar þjóðir. Menn munu þykjast finna
fullvel þunga kreppunnar, hver á sínu baki. Hinar áþreif-
anlegu afleiðingar kreppunnar eru þær, að atvinnuvegir
landsins eru reknir með stórtapi ár eftir ár. Atvinnulífs-
kreppan er nú búin að standa í þrjú ár. það hefir verið
áætlað, að tapið tvö fyrri árin nemi 10—12 miljónum
króna. Ef það lætur nærri sanni, og ef tap hins síðasta árs-
ins er hlutfallslegt, þá værí það orðið nú 15—18 miljónir.
það munar um minna. En hvort sem þessi áætlun er nær
eða fjær því rétta, þá sjáum vér, a5 svona má það ekki
ganga lengi. Framhald í þessa átt þýðir óbætanlegan
hnekki — eða jafnvel algjört hiun — þjóðlífsins. það
verður því að taka á þessu máli með öllu því afli, sem ráð