Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Blaðsíða 32
26
Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
Tillagan lýsir sér í þessum orðum hans: „Frelsi, jafnrétti
og bræðralag er að vísu gott og nauðsynlegt, en þó ekki
fullnægjandi. — Ef ætlað er að fyrirbyggja óánægju og
stjórnarbyltingar, þá verður að sjá um, að allir menn fái
nóg að borða. Frelsi, jafnrétti og bræðralag er ekki mikils-
vert fyrir svanga menn“.
það var hlegið að Cabot þá, því að þá var kjörorð
stjórnarbyltingarinnar efst í hugum manna, en það er óvíst
að það hefði verið hlegið svo mjög að honum nú. — það er
lögð refsing við því að láta húsdýrin líða skort. Mun þá
síður ástæða til að hafa gát á því, að mennirnir líði ekki
skort, fyrst það virðist standa fyrir dyrum, og munu ekki
flestar aðrar kröfur eiga að víkja fyrir þeirri, að menn-
irnir — einstaklingarnir — hafi brýnustu lífsþarfir fyrir
sig að bera?
Helstu úrræðin, sem heyrst hefir um að aðrar þjóðir
hafi tekið upp til að geta fullnægt þörfum sínum, eru
þessi:
1. Sparnaður í einkalífi og opinberu lífi.
2. Aukin framleiðsla og fjölbreyttari, til þess að geta
búið sem mest að sínu og verið öðrum þjóðum sem
óháðastir um viðskifti og þarfir.
3. Toílstrið margskonar við aðrar þjóðir, bæði innflutn-
ings- og útflutningstollar.
4. Aðrar öflugar tilraunir til að halda sínum eigin út-
flutnirigsvörum í sem hæstu verði gagnvart vörum
annara þjóða, sem kaupa þarf.
Tvö hin fyrnefndu atriði eru varnargögn, sem ekkert
er hægt að finna að og hverri þjóð er bæði rétt og skylt
að beita.
Hin síðarnefndu eru þau atriði, sem viðskiftaófriður
nefnist.
Innflutningstollarnir eru til þess ætlaðir, að styðja eig-
in framleiðslu og torvelda öðrum þjóðum að keppa við hana
með sína framleiðslu, enda er þeim trauðlega beitt, nema
gagnvart þeim vörum, sem framleiddar eru heima fyrir.
það eru þessir tollar, sem kallaðir eru verndartollar.