Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Side 36
30 Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
aðeins leyfa mér að benda á, að ef hægt væri að veita meiri
sparnaði en er, þá ættu menn ekki að skorast undan því
sem varnarráði — um tíma — til þess að sporna við því,
sem er ennþá minna viðunandi en jafnvel ítrasti sparnað-
ur að eigin vilja, nefnilega örbyrgð og skorti. Og annað
virðist ekki horfa við, ef fram heldur sömu ástæðum um
lengri eða skemri tíma, t. d. nokkur ár.
pó ekki verði það ef til vill vinsælt, þá skal eg þó reyna
að benda á nokkur atriði í lifnaðarháttum sveitamanna,
sem eg tel geta horft til meiri sparnaðar. Verður það þá
éinkum þetta:
1. Minni eða hóflegri notkun munaðarvarnings svokall-
aðs, t. d. tóbaks, kaffis og einkum kaffibrauðs.
2. Minni íburður í klæðnaði af aðkeyptu útlendu efni.
3. Minni eyðsla, eða kanske réttara sagt, betri notkun
tímans til nytsamlegra starfa innan húss og utan.
4. Meiri notkun innlendra ódýrra fæðutegunda, t. d. síld
og fjallagrös.
Rökin fyrir því, að hægt sé að komast lengra í þessum
atriðum en nú á sér stað, liggja í vitneskjunni um það, að
þetta hefir verið gert á meðal sveitafólks fyr á tímum, og
þá ætti það að vera hægt einnig fyrir oss. Og þó það sé
óljúft, eða þyki ómaklegar og óhlífnar kröfur, þá er þeim
þó haldið fram aðeins af nauðsyn og um tíma til varnar
gegn yfirvofandi — ennþá óæskilegra — ástandi, enda
sumt af þessu engir neyðarkostir.
þó segja megi, að sveitalíf sé að öllu leyti hóflegt,
virðist svo, sem ekki gegni sama um kaupstaðalíf, einkum
hinna stærri kaupstaða. Eflaust má þó segja það um marga
kaupstaðabúa, að þeir lifi hófsamlega, og þá einkum þeir,
sem til þess eru neyddir vegna þess, að atvinna og efna-
hagur neyðir þá til þess. — Um hina, sem rýmri ástæður
hafa, mun aftur á móti óhætt að segja, að þeir lifi rík-
mannlegar en ástæður eru til, jafnvel þótt ekkert tillit sé
tekið til kreppunnar. Iðjuleysi, óhófsvörur og skemtanir,
það eru lífskröfur og lifnaðarhættir, sem eiga við hina
tískufáguðu kaupstaðaborgara. Til þessara borgara þjóðfé-