Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Qupperneq 51
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 45
sporna við hinu sívaxandi aðstreymi, er sjálfur rektor
skólans. Verður því ekki talin goðgá af mér, sem þing-
manni, að taka í streng með sjálfum skólastjóranum, sem
hefir starfað mjög lengi við skólann og allir vita, að ber
hag hans mjög fyrir brjósti. Veit eg, að enginn efast um,
að honum gengur ekki annað til, en umhyggja fyrir skól-
anum og nemendum hans. þeim, sem vilja kynnast áliti
rektors á þessu máli, vii eg vísa í ræður hans, þar sem
hann jafnvel þrábiður pilta að sækja ekki svo fast, að
halda þessa braut og bendir þeim á hina miklu og marg-
víslegu örðugleika, sem kunni að mæta þeim.
En þar sem skólinn nú samt sem áður hefir vaxið svo
mjög, er ekki að undra, þó að kostnaður við hann hafi
aukist að mun. það, sem athugavert er, er að nemendum
hans hefir fjölgað svo stórkostlega, að í stað þess, að
áður voru þar aðeins 6 deildir, eru þær nú orðnar 14, og
sú 15. mun áður en langt um líður bætast við, ef haldið
verður áfram að tvískifta neðri deildinni, en þrískifta
hinni efri.
þá kemur það og þessu máli talsvert við, að fjár-
veitinganefndir þingsins og stjórnin hafa bætt við hverju
föstu kennaraembættinu við skólann á fætur öðru, á ólög-
legan hátt, eða án þess að þingið beint samþykti. Eg hygg,
að síðastliðið haust hafi 4 slík embætti verið við skólann,
þar sem kennurunum var borgað, eins og þeir væru fastir
embættismenn, samkv. launalögum frá 1919. Og þá var
enn einum kennara bætt við nú í haust sem leið, með
sömu kjörum, manni, sem að vísu er mjög duglegur kenn-
ari, en þó er sá ljóður á þessum ráðstöfunum, að á þenn-
an hátt eru ný embætti stofnuð, án heimildar Alþingis.
Enda hefir þessi síðastnefndi kennari nú farið þess á leit
við þingið, að embætti hans yrði ekki lagt niður, þar sem
honum hefði skilist, að það yrði varanlegt. það verður því
ekki vefengt, að við skólann starfa nú 4 eða 5 kennarar,
sem hafa laun fastakennara og önnur sömu embættiskjör,
án þess að þingið hafi beint bætt við fastakennaralið skól-
ans. þetta sýnir best, hversu skólinn hefir vaxið, og alt af