Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Qupperneq 53
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 47
ur um, að Danir geta tekið við tiltölulega fleiri stúdent-
um en við, í þessu skyni. þeir hafa betri efni á að halda
marga embættsmenn, og sérstaklega er þeim miklu hæg-
ara að styrkj a allskonar vísindastarfsemi. Veldur því
stærð og efnahagur þjóðarinnar. Og ef við komum að hin-
um, sem taka stúdentspróf, ekki til þess að verða embætt-
ismenn, og heldur ekki til að leggja sérstaklega stund á
vísindastarfsemi, heldur til hins, að fá almenna mentun,
til þess að verða betur færir um að taka þátt í lífsbar-
áttunni, sem sjálfstæðir atvinnurekendur, þá er aðstaða
Dana einnig betri að þessu leyti, en okkar.
Margir þeir, sem eiga von á að erfa fé, eða hafa að
öðru leyti efni á því, vilja gjarna fá háskólamentun, en
lifa síðan á efnum sínum eða sem sjálfstæðir atvinnu-
rekendur. Slíkir menn eru afarfáir hér, borið saman við
önnur lönd. Hér eru það hreinar undantekningar, ef menn
hafa efni á dýru 12 ára námi, aðeins til að auka þekkingu
sína, en ekki beinlínis til þess að búa sig undir ákveðið
lífsstarf.
pá má ekki gleyma einum meginágalla á allri ,aka-
demiskri“ mentun hér hjá okkur.
Ef við berum t. d. enska skóla, sem leggja engu
síður kapp á, að veita mönnum líkamlegt en andlegt upp-
eldi, saman við íslenska eða danska skóla, þá er þar ólíku
saman að jafna. Eins og kunnugt er, eru háskólagengnir
menn í Englandi að sama skapi betur færir um alt líkam-
legt erfiði, sem þeir standa öðrum framar að andlegu at-
gerfi. Eg bendi á þetta vegna þess, að ein ástæðan fyrir
því, að eg tel ekki æskilegt, að háskólagengnum mönnum
fjölgi hér úr hófi fram, er sú, að skólamir, hvorki menta-
skólinn né háskólinn, veita þeim mönnum heppilegt upp-
eldi, sem vilja brjóta sér braut sem sjálfstæðir atvinnu-
rekendur, og allra síst að því er snertir íþróttahliðina.
pá vil eg víkja að því, hversvegna mentaskólinn hefir
stækkað með þeim fádæmum, sem eg hefi sýnt. Til þess
hafa einkum verið taldar tvær ástæður. Önnur er sú, að
mentaþorsti Islendinga sé óvenjumikill, en hin, að skól-