Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Blaðsíða 80
74 Tímarit íslenskra samvinnufélaga,
þeirra eru lögmaðurinn Boisguillebert (1646—1714) og
hinn frægi hervirkj af ræðingur Lúðvíks 14., Vauban
(1633—1707). peir eru taldir fyrirrennarar búauðunga
Menn þessir réðust óvægilega á kaupauðgisstefnuna í rit-
um sínum. Fjárþröng ríkisins og fátækt bændastéttarinn-
ar var eðlileg afleiðing verndartollastefnunnar og afskifta
stjórnarinnar af atvinnuvegunum. "*Boisguillebert dregur
dár að oftrú manna á góðmálmunum. pjóðarauðurinn er
að hans dómi fyrst og fremst fólginn í öllum þeim mun-
um, er geta fullnægt þörfum mannanna, en ekki í gulli né
silfri. Vauban var eindreginn vinur fátækari stétta. Vildi
hann afnema skattfrelsi aðalsmanna og klerkastéttarinn-
ar og alla óbeina. skatta á fátækari stéttum. f stað þess
áttu að koma beinir skattar á framleiðsluarð atvinnuveg-
anna. Báðir voru þeir andvígir öllum sérréttindum efnaðri
stétta. Töldu þeir landbúnaðinn þýðingarmesta atvinnuveg
hverrar þjóðar, og hörmuðu, að þarfasta stétt landsins,
bændurnir, yrðu að lifa í örbyrgð og ánauð, sökum þröng-
sýni og fáfræði löggjafanna. Menn þessir voru langt á
undan samtíð sinni, en fengu litlu áorkað. Bökuðu þeir sér
óvild stjórnarinnar. Boisguillebert varð að fara í útlegð
um hríð, en franska þingið lét brenna rit Vaubans á báli.
Á 18. öld var fjöldi fræðimanna og umbótamanna uppi
á Frakklandi, er nefndir voru Encyklopædistar. þeir voru
í andstöðu við gamlar venjur og ríkjandi stefnur á nálega
öllum sviðum, í skáldskap, listum og bókmentum, í ráttar-
fræði, stjórnfræði og þjóðfélagsmálum. En innbyrðis voru
fræðaskörungar þessir töluvert ósamþykkir um marga
hluti. Á meðal þeirra var flokkur manna, er nefndir eru
búauðungar (Fysiokrater), er einkum snéru sér að þjóð-
megunarfræðinni og atvinnumálunum. Merkastir þeirra
eru Anne Robert Jacques Turgot, fjármálaráðherra Lúð-
víks 16. (1727—1781), og læknirinn Francois Quesnay
(1694—1774). Turgot var af aðalsættum. Las hann hag-
fræði og lagði stund á fjármál og félagsfræði í nokkur ár
að náminu loknu. Á þeim árum kyntist hann Quesnay og
fleiri búauðungum, og fylgdi þeim síðan að málum. Hann