Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Síða 90
84 Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
á allar stéttir, aðalsmenn sviftir dómsvaldi og hirtingar-
rétti yfir bændum og leiguliðum, og ábúðarrétturinn gerð-
ur tryggari en áður.
Búauðgiskenningin var afturkast á móti kaupauðgis-
stefnunni. Henni fór á sama hátt og oft vill verða, þegar
nýjar kenningar koma fram gegn öðrum eldri kenningum,
að það er gengið lengra en rétt er. Margt í kenningu búauð-
unga hafði við rök að styðjast og ýmsar tillögur þeirra
beindu í rétta átt. Öfgarnir voru hinsvegar afsakanlegir.
Stór meirihluti frönsku þjóðarinnar lifði á jarðyrkju.
Stærstu jarðeigendur landsins, stóraðallinn í borgunum,
fékk ár hvert feikna tekjur af jörðum sínum, er veittu
fjölda manna beint eða óbeint viðurværi sitt eða atvinnu.
Borið saman við landbúnað bar lítið á iðnaði og verslun.
Fjöldi manna í þessum stéttum virtist ekki bera meira úr
býtum en til viðurværis.
Landbúnaðurinn er að vísu þýðingarmesti atvinnuveg-
ur hverrar þjóðar, og aðallífsnauðsynjar manna eru land-
búnaðarafurðir. Búauðungar fóru þó út í öfgar, er þeir
töldu jarðyrkjuna (og aðra hrávöruframleiðslu) eina arð-
sama atvinnuveg þjóðanna, þar eð hann einn gæfi hreinan
arð. Gildi hvers atvinnuvegar fyrir þjóðfélagið, hvort held-
ur það er landbúnaður eða iðnaður, verður eigi eingöngu
metið eftir því, hvort hann gefur meiri eða minni hreinan
arð. Ber miklu fremur að líta á það, hve mikill hluti þjóð-
arinnar fær lífsuppeldi sitt af honum. Hinsvegar getur það
brugðist í landbúnaðinum, eins og í öðrum atvinnuvegum,
að um nokkum hreinan arð sé að ræða. Fæstar af gjöfum
náttúrunnar eru svo lagaðar, að mennirnir geti hagnýtt
sér þær alveg óunnar, eins og þær koma frá hennar hendi.
pað þarf að sníða eða vinna efnin, svo að þau geti full
nægt þörfum manna, og flytja vöruna til þeirra, er geta
hagnýtt sér hana. Sú vinna getur gefið hreinan arð eins
og jarðyrkjan. það, sem skiftir mestu máli, er það, að
vmnan í heild sinni geti framfært sem best alla einstakl-
inga þjóðfélagsins. Tilgangurinn með allri starfsemi, hvort
heldur er í landbúnaði, iðnaði eða öðrum atvinnugreinum,