Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1924, Side 106
Samvinnumötuneytið.
Nemendur úr tveim skólum í Reykjavík gerðu nú í
vetur tilraun í þá átt að tryggja sér holt fæði fyrir sann-
virði. þessir nemendur voni úr Kennara- og Samvinnuskól-
anum.
Upptök málsins voru þau, að tveir ungir menn í Kenn-
ara- og Samvinnuskólanum, AðalsteinnEiríksson
úr þistilfirði og Snorri Snorrason frá Reykjum í
Fljótum, byrjuðu að vinna fyrir þetta mál, hvor í sínum
skóla. Eftir ósk nemenda úr Kennaraskólanum veitti þing-
ið í fyrra 3000 kr. lán til þessa fyrirtækis, að því er snerti
Kennaraskólann. Af hálfu Samvinnuskólans var útvegað
jafnhátt lán. þetta fé var notað til áhaldakaupa. Ung-
mennafélag Reykjavíkur bygði í fyrra dálítinn fundarsal
með háum kjallara. Mötuneyti skólanna fékk þarna hús-
næði, borðsal fyrir um 50 manns, eldhús og geymslu. En
byggingu hússins var nokkuð síðlokið, svo að þegar skóla-
fólk kom í fyrrahaust, var ekki hægt að taka til starfa.
Félagið varð að hita matsalinn og leggja til eldfæri. Var
þá keypt stór nýtísku eldavél, sem er líka miðstöð fyrir
húsið. Mötuneytið selur ungmennafélaginu hita í fundar-
herbergi þess. Til að gera sem vistlegast, voru höfð smá-
borð í matsalnum. Má gera úr þeim fáein langborð, eða
hafa þau dreifð, eftir því sem henta þykir. Nokkrir mál-
arar, þar á meðal Ásgrímur Jónsson og Jón þorleifsson,
lánuðu nokkur málverk ' borðsalinn.
Ráðskona mötuneytisins var í fyrra og verður aftur í
vetur Soffía Sigurhjartardóttir úr Svarfað-
ardal. Hún er frændkona Sigurðar búnaðarmálastjóra,