Andvari - 01.06.1959, Blaðsíða 9
ANDVARI
BOGI ÓLAFSSON MENNTASKÓLAKENNARI
7
enn komið til sögunnar. Kennarar skólans voru flestir þjóðkunnir mennta-
menn, og þarna lærðu menn ótrúlega mikið á tveimur árum.
Bogi var tvo vetur í Möðruvallaskóla. Hann útskrifaðist þaðan vorið 1902
með mjög hárri einkunn. Æ síðan þótti honum þessi ár á Möðruvöllum ein-
hver skemmtilegasti tími ævinnar, og á efri árurn varð honum tíðrætt um þau.
Kennara sína á Möðruvöllum mat hann alltaf mjög mikils. Hann minntist
alltaf með þakklæti á Jón Hjaltalín, Stefán Stefánsson, Ólaf Davíðsson og
Halldór Bricm. Hann fékk sérstakt dálæti á Halldóri Briem 02 taldi hann
O
alltaf einn hinn mesta öðlingsmann, sem hann hefði kynnzt. Eg gleymi því
ekki, hve mjög Boga sárnaði, þegar garnlir nemendur Halldórs voru að hnýta
eitthvað í hann í riti.
Eftir að Bogi lauk námi á Möðruvöllum sneri hann sér um hríð að
verzlunarstörfum. Starfaði liann um skeið við Brydesverzlun í Vík í Mýrdal,
en þar var þá Gunnar hróðir lians verzlunarstjóri. Bogi sagði, að verzlunar-
störfin hefðu ekki átt sérlega vel við sig, sér hefði alltaf hálfleiðzt að vera
búðarmaður. Og svo fór, að nærri hálfþrítugur tók Iiann þá ákvörðun að
ganga menntaveginn. Veturinn 1903—1904 lærði hann undir skóla hjá séra
Gísla Kjartanssyni. Hann gekk upp í annan hekk Menntaskólans í Reykjavík
vorið 1904. Sat liann í öðrum bekk hinn næsta vetur, en las svo þriðja bekk
utanskóla. Hann sat síðan í fjórða bekk, en las fimmta og sjötta bekk á
einum vetri. Hann tók stúdentspróf með hárri einkunn vorið 1908 og var
þá á 29. aldursári. Bogi stundaði menntaskólanáinið af kappi, en hann þurfti
ekki mikið fyrir því að hafa og las á þessurn árum margt annað en náms-
bækurnar. Honum féll vel við kennara sína í Menntaskólanum, en þó hygg
ég, að þeir hafi vart verið honum eins hugstæðir og kennaramir á Möðru-
völlum.
Haustið 1908 sigldi Bogi til Kaupmannahafnar og hóf nám við háskólann
þar. Lagði hann stund á ensku sem aðalgrein, en þýzku og sögu sem auka-
greinar. Aðalkennari hans í ensku var hinn heimsfrægi málfræðingur Otto
Jespersen, og mat Bogi hann alltaf mikils. Hann kynntist einnig Harald
Höffding og fékk rnætur á honum.
A Hafnarárum sínum mun Bogi oftast liafa haft lítil fjárráð, cins og
titt var um íslenzka Hafnarstúdenta. Hann sagði síðar, að stöku sinnum hefði
hann ekki átt aura fyrir mat, en ekki hefði það verið oft. Ekki mun það
hafa hætt fjárhag hans á Hafnarárunum, að hann var hverjum manni örlátari
°g rausnarlegri, ef hann hafði fé undir höndum. Lét hann þá engan mann
bónleiðan frá sér fara og slíkur var hann alla ævi.
Boga sóttist námið vel í Höfn eins og cndranær. Hafði hann í hyggju