Andvari - 01.06.1959, Blaðsíða 83
andvahi
UM LJÓÐAIiÆRLlR ÁRSINS 1958
81
]ón Óskar.
Guðmundiir Ingi Kristjánsson.
það gæti verið sannnefni á ljóðabók eftir
samborgara Heiðreks, Guðmund Frí-
ntann.
Þegar ég var í gagnfræðaskóla, las ég
fyrstu bók Heiðreks Guðmundssonar,
Arf örcigans, og þótti mér þá í henni
nokkur mergur. Næstu bók skáldsins,
sem ég hef frétt, að taki hinni fyrri fram,
hef ég ekki lesið, ef frá eru talin þau
hvæði hennar, sem valin voru í íslenzk
Ijóð 1944—1953. Ég opnaði því nýju
hókina með nokkurri forvitni. En hún
°Hi mér sáruin vonbrigðum. Skal ég
8era nánari grein fyrir því: Skáldið
hefur ekki vald á neinum persónuleg-
um Ijóðstíl, hann rímar að vísu snyrti-
Ega og segir spakyrði, þegar rímið kallar
a þau. Yrkisefnin, sem oft sæta mjög
Veigalitlum tökum, skapa engin heildar-
áhrif að lestri loknum, því skáldlega
speglun þeirra skortir, skáldlegt lífsvið-
horf. Og hvað er orðið af myndvísi og
orðkynngi Guðmundar bónda á Sandi?
Bezt er fyrsta kvæðið, Liðið sumar.
Það býr yfir nokkru af því, sem ég sagði,
að bókina skorti í heild: skáldlegu and-
rúmslofti. Fyrsta erindið er þannig:
Ég vaknaði snemma í morgun af dýrlegum
draumi.
Mig dreymdi að á nýslegnu túninu heima
ég var
við snúning og rakstur í sólskini. —
Og vorhlýr vindur
að vitum mér angan frá skrúðgrænni
töðunni bar.
Megi næsta bók Heiðreks njóta betur
æskuminninga hans.
6