Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1959, Blaðsíða 33

Andvari - 01.06.1959, Blaðsíða 33
IIANNES PÉTURSSON: SIGURÐUR TRÖLLI cjtir Stcján G. I. INNGANGSORÐ. Sigurður Trölli1) er í hópi þeirra kvæða Stefáns G., sem hann mat einna mest sjálfur; kemur það fram í tveimur bréfa hans. Hann segir: „Það liggur nú svo í því, ef K. (þ. e. Kiichler) fer að geta ntín, eins og hann hefir gert ráð fyrir, þá vil ég helzt hann hefði mig allan séð. T. d. í fyrra kom í „Dagskrá" Sig- urður Trölli eftir mig, ja, við skulurn kalla það Ijóðsögu, öllu má nafn gefa, það kvæði ætti hver að lesa, sem lætur svo lítið að minnast á ljóðagerð mína, og sama er um fleira."2) Og nokkrum árum síðar kemst skáldið svo að orði: „Sigurður Trölli, lllugadrá'pa °g „Eloi, Eloi" eru þau kvæði, sem ég vildi síður hafa skemmt, því ég veit það, séu hvergi „tök“ í þeim, þá „hefi ég til lítils skrifað", þá fækkar um boðleg kvæði Éjá mér.“3) Sigurður Trölli er ortur árið 1897. Lann 27. marz og 4. apríl sama árs birtist kvæðið í fyrsta sinn í blaðinu Dagskrá, * annarri gerð en nú. Ber þess fyrst að geta, að skáldið sneið af alllangan niður- lagskafla, þegar hann var að búa kvæðið úl prentunar í Andvökum, auk þess sem hann felldi úr því á tveimur stöðum 1) Þannig ritað, þegar átt er við kvæðið í lieild, hins vegar er viðurnefnið ritað með litlum staf, þegar persónan sjálf á £ hlut. 2) Bréf og ritg. I, bls. 75 (20. júlí 1898). 3) Bréf og ritg. I, bls. 163 (12. des. 1907). öðrum. Einnig vék hann víða við orða- lagi, enda hefur kvæðið verið nýtt af nálinni, þegar hann birti það í Dagskrá. Lagfæringar þessar eru mjög til bóta. Hér verður ekki farið út í að gera grein fyrir gerðum kvæðisins. Þeir, sem kynnu að hafa áhuga á að bera þær saman, geta séð orðamun og úrfellda kafla í 4. bindi hinnar aiýju útgáfu próf. Þorkels Jóhannessonar á Andvökum. Hér verður fjallað um kvæðið í hinni endanlegu gerð þess. Tilvitnanir í það eru teknar úr: Andvökur, úrval, próf. Sigurður Nordal sá um útgáfuna, Rvík 1939. Tilvitnanir í bréf Stefáns eru teknar úr: Stephan G. Stephansson: Bréf og ritgerðir I—IV, Rvík 1938—-1948. II. EFNISÞRÁÐUR. Kvæðið er í sjö köflum, mislöngum. Hinn fyrsti þeirra er lýsing á fjalllend- inu, þar sem Sigurður trölli hefst við, brugðið er upp myndum úr umhverfi Frostastaðar, bæjar hans. Og hefst kvæðið þannig: Á Frostastað var frítt á vorin í fjallaskor við afrétt frammi, Nefnd eru örnefni og staðháttum lýst: Það kot stóð undir Efstafelli. — Þar enda skörð, en byrjar heiðin — Landið er í senn skjólsælt og kuldalegt:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.