Andvari - 01.06.1959, Blaðsíða 33
IIANNES PÉTURSSON:
SIGURÐUR TRÖLLI
cjtir Stcján G.
I.
INNGANGSORÐ.
Sigurður Trölli1) er í hópi þeirra kvæða
Stefáns G., sem hann mat einna mest
sjálfur; kemur það fram í tveimur bréfa
hans. Hann segir: „Það liggur nú svo í
því, ef K. (þ. e. Kiichler) fer að geta
ntín, eins og hann hefir gert ráð fyrir,
þá vil ég helzt hann hefði mig allan
séð. T. d. í fyrra kom í „Dagskrá" Sig-
urður Trölli eftir mig, ja, við skulurn
kalla það Ijóðsögu, öllu má nafn gefa,
það kvæði ætti hver að lesa, sem lætur
svo lítið að minnast á ljóðagerð mína, og
sama er um fleira."2)
Og nokkrum árum síðar kemst skáldið
svo að orði: „Sigurður Trölli, lllugadrá'pa
°g „Eloi, Eloi" eru þau kvæði, sem ég
vildi síður hafa skemmt, því ég veit það,
séu hvergi „tök“ í þeim, þá „hefi ég til
lítils skrifað", þá fækkar um boðleg kvæði
Éjá mér.“3)
Sigurður Trölli er ortur árið 1897.
Lann 27. marz og 4. apríl sama árs birtist
kvæðið í fyrsta sinn í blaðinu Dagskrá,
* annarri gerð en nú. Ber þess fyrst að
geta, að skáldið sneið af alllangan niður-
lagskafla, þegar hann var að búa kvæðið
úl prentunar í Andvökum, auk þess sem
hann felldi úr því á tveimur stöðum
1) Þannig ritað, þegar átt er við kvæðið í lieild,
hins vegar er viðurnefnið ritað með litlum
staf, þegar persónan sjálf á £ hlut.
2) Bréf og ritg. I, bls. 75 (20. júlí 1898).
3) Bréf og ritg. I, bls. 163 (12. des. 1907).
öðrum. Einnig vék hann víða við orða-
lagi, enda hefur kvæðið verið nýtt af
nálinni, þegar hann birti það í Dagskrá.
Lagfæringar þessar eru mjög til bóta.
Hér verður ekki farið út í að gera
grein fyrir gerðum kvæðisins. Þeir, sem
kynnu að hafa áhuga á að bera þær
saman, geta séð orðamun og úrfellda
kafla í 4. bindi hinnar aiýju útgáfu próf.
Þorkels Jóhannessonar á Andvökum.
Hér verður fjallað um kvæðið í hinni
endanlegu gerð þess. Tilvitnanir í það
eru teknar úr: Andvökur, úrval, próf.
Sigurður Nordal sá um útgáfuna, Rvík
1939. Tilvitnanir í bréf Stefáns eru
teknar úr: Stephan G. Stephansson: Bréf
og ritgerðir I—IV, Rvík 1938—-1948.
II.
EFNISÞRÁÐUR.
Kvæðið er í sjö köflum, mislöngum.
Hinn fyrsti þeirra er lýsing á fjalllend-
inu, þar sem Sigurður trölli hefst við,
brugðið er upp myndum úr umhverfi
Frostastaðar, bæjar hans. Og hefst kvæðið
þannig:
Á Frostastað var frítt á vorin
í fjallaskor við afrétt frammi,
Nefnd eru örnefni og staðháttum lýst:
Það kot stóð undir Efstafelli.
— Þar enda skörð, en byrjar heiðin —
Landið er í senn skjólsælt og kuldalegt: