Andvari - 01.06.1959, Blaðsíða 81
andvari
UM LJÓÐABÆKUR ÁRSINS 1958
79
Og Neruda og Maó Tse-Tung. Þá hefur
eitt skáldanna gufað með öllu upp í
höndum hans, svo ekki sér eftir af því
þrjá hlóðdropa, hvað þá heldur meir.
Er auðséð, að hraða hefur þurft útgáf-
unni mjög, enda er hér um „tímamóta-
verk“ að ræða.
En sleppt skal frekari aðfinnslum um
nákvæmnisatriði og í þess stað farið
nokkrum orðum um sjálft úrvalið. f
formála segir: „Þetta eru nútímaljóð í
tvennum skilningi: Þau eru öll ort á
þessari öld og velflest í anda einhverrar
af þeim nýju stefnum sem vatnaskilum
hafa valdið í ljóðlist aldarinnar", o. s.
frv. Hér mun farið nærri réttu lagi.
Er í bókinni margt um nýtízkulegan
skáldskap, auðugan af fögrum samlík-
úigum og skírskotunum, og yfirleitt er
ferskur blær af síðum hennar. Mörg
Ijóðanna eru eftir skáld, sem ekki hefur
verið þýtt eftir fyrr á íslenzku, og er
fengur að því. Skáldin fara vitaskuld
niisjafnlega vel út úr því að vera þýdd
a málið, sem sagt var um, að ætti til orð
um allt, sem hugsað væri á jörðinni. En
hvað um það, mörg kvæðanna eru mjög
skenrmtileg aflestrar, t. d. Skógarhöggs-
maðurinn vakni eftir Neruda, í þýðingu
þeirra Jóns Óskars og Sigfúsar Daða-
sonar. Annars er úrvalið mjög götótt. Frá
Spáni til að mynda og Ítalíu eru ekki
ljóð eftir aðra en þá Lorca og Quasimodo,
fjögur eftir þann fyrrnefnda, fimm eftir
Þann síðarnefnda, öll þýdd úr skandínav-
>sku máli, sænsku, að ég held, af Jóhanni
Hjálmarssyni. Að honum ólöstuðum hélt
eg hann ekki sérlega til þess fallinn, enda
skortir þýðingarnar, eins og æði margar
aðrar í bókinni, þá spennu máls og stíls,
sem einkennir nútímaljóðlist. Þær verða
því aðeins skáldlegar „versjónir", skáld-
iegar vegna þess, að frumtextinn er svo
s áldlegur í sjálfum sér, að sérstakan
högubósahátt þarf til að ræna hann öllu
lífi.
Lítið er hér eftir dönsk og norsk nú-
tímaskáld, hins vegar runa af sænskum
skáldum, enda hefur Svíþjóð verið mörg-
um íslenzkum ungskáldum gluggi út í
heiminn upp á síðkastið; skal það ekki
lastað.
í fáum orðum: Urn þcssa bók er margt
gott að segja, hún er nokkurt landnám
á sviði íslenzkra ljóðaþýðinga. Hún hcr
þess reyndar merki að vera samtíningur
þýðinga úr blöðum og tímaritum, en
veitir þrátt fyrir það útsýn yfir ljóðmál
nútímaskálda. Er því fengur að henni.
Þýðendur cru tólf, eða svo notuð séu
orð formálans: „Allur þorri þýðinganna
er eftir formbyltingarskáld þau sem
ærinn styrr hefur staðið um hér á landi
síðasta áratuginn."
Guðmundur Frímann: Undir berg-
málsfjöllum, Ijóðaþýðingar (ísafoldar-
prentsmiðja).
Guðmundur Frímann er persónulegt
ljóðskáld, sem ort hefur falleg kvæði um
heimþrá og söknuð þeirra, sem slitið hafa
barnsskónum í friðsælli sveit, en ala síðan
aldur sinn við sjó og möl. Skáldskapur
hans er því mótaður af þeirri byltingu,
sem átt hefur sér stað í íslenzku þjóðlífi.
Þessar aðstæður hafa sennilega dýpkað
skáldskap Guðmundar, en ef til vill gert
hami nokkuð einhæfan, yrkisefni hans
eru mjög svipuð frá einni bók til ann-
arrar, sömu tilfinningum búin orð hvað
eftir annað. Guðmundur er fagurkeri í
jákvæðri merkingu þess orðs, hefur yndi
af hreimþýðum háttum og skrautlegum
myndum.
Nú hefur hann sent frá sér safn Ijóða-
þýðinga. Er það allstór bók, flytur rúm-
lega sextíu kvæði, sem flest eru eftir