Andvari - 01.06.1959, Blaðsíða 42
40
HANNES PÉTURSSON
ANDVARI
„lijartans þökk“ hjá honum. Hins vegar
álítur hann dauða foreldra sinna vilja
þess, sem „sjóinn lægir", og á því „skyn-
bæra valdi'1 verði hann að hefna sín, eigi
hann að koma hefndum fram.
Ég er ekki reiðubúinn að svara því,
hvort þessi skoðun Sigurðar trölla muni
hafa átt rætur í skáldinu sjálfu, þegar
hann orti kvæðið. Svo mikið er víst, að
nokkrum árum síðar er ekki svo. Kvæðið
er ort 1897, eins og fyrr greinir, en 16.
júli 1909 yrkir Stefán eftirmælin eftir
son sinn, Gest, sem sleginn var til bana
af eldingu. Þar segir:
Já, nú er vægð að vita á því grein,
að var ei það, er laust þig svona, kæri,
neitt skynbært vald, er vilji neinu mein
né venji á gott með slys sem tækifæri.
Og rúmu ári seinna segir hann í bréfi:
„Og tilveran, Þorsteinn. Utan mannanna
og kringum mig er hún hvorki ill né
góð, og ásetningslaus, en mig dreymir
um, að við myndum geta gert okkur
hana bærilega með viti og góðum vilja,
en henni að þakkarlausu".1)
Hefði tilveran verið „ásetningslaus" í
augum Sigurðar trölla, voru hefndir til
einskis, á engu var að hefna. En nú er
hún það ekki, kannske vegna þess, að
skáldið ætlar honum að gcra uppreisn
gegn andlegri kúgun, stefnir að því að
sýna mikilleik mannsins, íklæddan gervi
Sigurðar, gagnvart öflum tilverunnar.
Því gæðir skáldið söguhetju sína hinum
frumstæðu viðhorfum. Með því móti tekst
honum að koma boðskap sínum á fram-
færi í viðbrögðum hennar: í uppreisn
Sigurðar trölla er fólgið heróp skáldsins:
maður, vertu frjáls!
En Sigurður stendur um stund í spot-
um Egils Skallagrímssonar, kennir van-
máttar síns til hefnda:
Ég fann ég hafði ei afl við Ægir
né ótíð mátti hóltngang bjóða.
Egill sættist við Óðin, en Sigurður
trölli gengur skrefi lengra en Borgar-
bóndinn, hann finnur leið til að veita
hefndarþörf sinni útrás með því að segja
óveðrunum, tæki forsjónarinnar, stríð á
hendur og berjast við þau um manns-
lífin.
Uppreisn Sigurðar er mikilvæg. Sé
lífsskoðun Stefáns höfð í huga, verður
Ijóst, að hún er viðbrögð hins „heiðna"
manns að dómi skáldsins, hins „heiðna"
nútímamanns, sem Stefán mundi sjálfur
hafa talið sig vera. Það, sem skilur á
milli kristilegs og heiðins hugarþels í
augum skáldsins, er þetta: Hið fyrrnefnda
beygir sig í auðmýkt undir örugga hand-
leiðslu guðs, hið síðarnefnda hefur í
hótunum við öflin utan mannsins, sem
er frjáls smiður sinnar eigin gæfu. Þetta
verður augljóst í eftirfarandi bréfkafla:
„Bjarni, Vídalín og Bólu-Hjálmar eru
allir heiðnir menn í anda, hvað mikið
sem þeir rausa um trú. Auðmýktarandinn
er kristindómsandinn, eins og t. a. m.
Ilallgr. Pétursson, Matthías (efa-trúar-
maðurinn) o. fh; þeir tala um „beygingar"
og „bljúgleik". Bjarni skipar guði að
láta „vanblessunar vitin skilja við sig“,
ef hann ekki hafi gert svo og svo. Vídalín
talar um „ofríki við himnaríki" og
Hjálmar um að rjúfa ramtimbrað himna-
rjáfur".1)
í öðru bréfi lætur Stefán í ljós andúð
sína á trúnni um farsæla stjórn annars
staðar frá en úr mannheimum:
„T. d. var ég gestur eins andatrúar-
öldungsins í Rvík um árið, hygginda-
manns að almenningsdómi. Hann vildi
koma mér út í andatrú. Ég vék því af
mér ýmislega, mcð hægð. Ég þakkaði
1) Bréf og ritg. I, bls. 247 (6. sept. 1910).
1) Bréf og ritg. I, bls. 39 (1891).