Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1959, Blaðsíða 95

Andvari - 01.06.1959, Blaðsíða 95
andvari STÚLKAN VIB ROKKINN 93 mikinn hafði hún erft eftir foreldra sína, en meginhluta hans ætlaði hún að láta börn Schous, Björgu og Emil, hreppa eftir sinn dag. Hefur það ef til vill átt sinn þátt í því, að Lúðvik lét ekki boð hennar og bönn sem vind um eyrun þjóta, því að fátítt mun hafa verið á þessum árum, að faktor danskrar sel- stöðuverzlunar léti gamla prestsekkju setja sér stólinn fyrir dyrnar. Eitt hundrað dali af gjöfinni fékk Björg Stefaníu þegar í hendur, en fimm hundruð dali skyldi hún fá að henni lifandi. Þau Lúðvík og Stefanía gerðu þaS ráð í tómi, að hún skyldi koma aftur norður næsta sumar, hvað sem í móti blési, og síðastra orða bað hann hana að láta þetta ekki verða þeirra aðskiinað. Síðan reið hin unga stúlka, er hún hafði verið útlæg gerr af Norðurlandi, sem leið lá vestur sveitir og létti ekki ferð sinni, fyrr en í Reykjavík, þar sem hún leitaði á náðir Páls Pálssonar, föður- bróður síns. I umsjá hans var hún fram yfir miðjan septembermánuð, en þá sendi Páll hana austur að Breiðabólstað í fylgd Weð Hermanni Jónssyni á Velli, sýslu- manni Rangæinga. Gazt sýslumanni vel að hinni ungu stúlku og vildi henni allt dl hæfis gera á ferðalaginu austur. Meðal annars tók hann ekki í mál, að hún riði hestum fóstru sinnar, er senni- lega hafa ekki verið gæðingar, fyrst hún ædaði að láta fella þá, heldur setti undir hana bezta hest sinn. „Sýslumaður fór eins vel með mig eins og ég skyldi hafa verið konan hans.“ A BreiÖabólstað var Stefaníu tekið ú'einr höndum: „Mér lízt vel allt mitt fólk, og það vill vera mér allt mikið 8°tt, svo það er mér að kenna, en ekki Kí, að ég er með leiðindum ennþá sem homið er. En það rnáske lagast“. Sigríður Pálsdóttir lét sér einkum annt Uni frænku sína, er hrakin hafði verið svo langan veg. Hún t'ar mikil skap- festukona, trygg og umhyggjusöm þeim, er hún tók upp á sinn eyk, en óvægin þeim, sem henni voru ekki að skapi, og þétt fyrir og jafnvel nokkuð herská í þeim málum, er vörðuðu hagsmuni hennar. Með þeim Björgu Guttorms- dóttur var engin vinátta, þrátt fyrir frændsemi, og bar þar rneðal annars til, að séra Guttormur hafði ánafnað Björgu mikla fjármuni, er hún giftist séra Stefáni Pálssyni, en þegar hann féll frá svo skjótt, án þess að þau Björg eign- uðust erfingja, vildi séra Guttormur ekki láta peninga þá koma til skipta, nema lagaúrskurður gengi um það, þar eð systkini Stefáns áttu að erfa hann að nokkrum hluta. Varð af þessu talsvert hark, en þó að síðustu horfið frá því að sækja þetta mál að lögum. Voru þau málalok þó ekki með öllu þykkjulaus af hálfu Sigríðar, er þótti sem hún og nánustu skyldmenni hennar hefðu oftar orðið afskipt, er auði ættmenna var skipt milli erfingja. Meðferðin á Stefaníu bætti ekki urn hug hennar í garð Bjargar, sem hún grunaÖi jafnvel um að vilja sjálf eiga Lúðvík Schou, þótt aldursmunur þeirra væri hátt á þriðja tug ára: „Það var skrýtið af Björgu, fóstru hennar, að reka hana nauðuga svona langt frá sér og það til mín, því ég held hvorug okkar þurfi annarrar." En vafalítið hcfur það verið hugar- burður Sigríðar, að Björg hafi ætlað sjálfri sér Lúðvík. Hún virðist þvert á móti hafa syrgt séra Stefán alla ævi. Stefanía fól sig nú mest forsjá þeirra Sigríðar og Páls. Ekki hvarflaði þó annað að henni en fara aftur norður næsta sumar, og virðist Sigríður ekki hafa latt hana þess, þótt eitthvað óraði hana fyrir því, að fjárhagur verzlunarstjórans væri ekki svo góður sem skyldi og heilsufar hans á völtum fæti. Bréf þau, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.