Andvari - 01.06.1959, Blaðsíða 114
112
GHOIIG IMÖNDSTED
ANDVAHI
býflugurnar dæju og fylgdu húsbónda
sínum í gröfina, ef þær nytu ekki þess-
ara veitinga.
Unnt væri að tilfæra enn fleiri dænii
urn gamla siði og venjur og forna þjóð-
trú, sem á rætur í sameiginlegri sögu
eftir búsetu víkinganna i Danalögum og
kemur fram í tungunni. Hér að framan
var á það bcnt, að stjórnarfarið ætti vík-
ingum og afkomendum þeirra margt að
þakka. Þetta á þannig við um orðið the
Danelaw. Við skulurn þá að lokum minna
á, að einnig þetta mikilvæga lögfræði-
hugtak er dregið af dönsku orði: lagu,
eins og það var áður en u-hljóðvarpið
átti sér stað.
Fyrir 35 árum áttu vísindamenn erfitt
með að greina sundur dönsku og norsk-
íslenzku i Danalögum. En, eins og að
framan getur, eru nú fyrir hendi ákveðin
greinarmörk, sem gera mönnum kleift
að starfa á traustum grundvelli að þessu
leyti. Grein mín á mikið að þakka verk-
inu, English Place-Names, en ekki er
hægt að neita því, að í orðaskýringum
þess rits er norsku og einkum sænsku
gert fullhátt undir höfði, enda hafa þau
mál átt og eiga framúrskarandi skýrendur.
Eftir því sem verkinu miðar áfram —
það hófst 1924 með frábærum sagnfræði-
legum inngangi — og þegar öll 44 greifa-
dæmi Englands hafa verið tekin til athug-
unar (þcssu er þegar lokið í 18 af þcim)
— hefur verið bætt úr þessu ástandi mcð
aukinni þátttöku Dana (Ragnars lieitins
Knudsens og Kr. Halds), og sömuleiðis
sökum þess, að skriður hefur komizt á
útgáfu Danskra Ornefna. Þær auðugu
bókmenntir, sem verða til við rannsóknir
á þeirri arfleifð, er gleðilegur vottur um
sívaxandi áhuga á þessari grein sagn-
fræðivísinda.
Ósk mín til handa Islandi með 400.000
örnefnum þess er, að einnig hér megi
rannsóknirnar bera góðan árangur.
I Ieimildarrit:
Mawer & Stenton, English Place-Names.
Olafur Lárusson, Island (Nord. Kultur V,
Ortnamn).
Þorkell Jóhannesson, Örnefni í Vestmanna-
eyjum, 1938.
Ekwall, Ensk áaheiti.
Palle Lauring, Vikingerne, 1956.
Palle Lauring, Danelagen, 1957.
T. D. Dendrick, A History of the Vikings.
F. Askeberg, Norden och Kontinenten. 1944
(Orðið Viking).
Rolf Nordenstreng, Vikingafárderna, 1926.
G. K. Bröndsted, Vikingeminder i England,
Dansk Udsyn 1924.