Andvari - 01.06.1959, Blaðsíða 64
62
liJAKNI KiiNliDJ KTSSON
ANDVAIU
mcð Örlögum guðanna; en í sama mund eflir sá skilningur þor lians, að liinn
smái sé borinn lil afreka á borð við binn „knáa“ — ef hann bætti sér til,
leggi allt að veði. Það má lesa kvæðið sem heitstrengingu Þorsteins Hrlings-
sonar að bvika ekki í stríðinu, sem hafið er. Hann leggur ekki „vini“ sínum
aðrar lífsreglur en þær, sem hann er sjálfur reiðubúinn að hlíta. Og skyldi
ekki einhverstaðar í þessu kvæði um háska bardagans felast bending um mat
höfundarins á þeirri tvísýnu, sem hann hafði stefnt frama sínum og veraldar-
gengi í með Örlögum guðanna og Örbirgð og auði? En hér er vissulega
komið á hálan ís . . .
En á þcssurn stað missum við aftur sjónar á hugsanahvörfunum í hyrjun
þessa máls. Samhengi kvæðisins er órofið frá upphafi til enda. Höfundurinn
„sannar“ sjálfum sér í kvæðislok, að hann komist heilu og liöldnu yfir hið
tæpa vað haráttunnar í fyrsta erindi, að honum takist að brjóta sannleikanum
þjóðleið um urðir lyginnar í öðru erindi: að vera á framtíðar vegi — það er
að vinna sigur, bera hærri hlut. Lokaerindið er lykillinn að kvæðinu; í síðustu
vísunni gefur sýn yiir tvær hinar fyrri.
Þorsteinn Erlingsson settist í háskólann í Kaupmannahöfn haustið 1883,
samtímis mörgum bekkjarbræðrum sínum, og hitti þá fyrir enn fleiri góð-
kunningja sína úr Lærðaskólanum. Fáeinum árum síðar sigldu þeir Guð-
mundur Hannesson og Bjarni frá Vogi í kjölfarið og gerðust nánari vinir
Þorsteins en aðrir landar í Höfn. En það er athyglisvert, að hann tileinkar
fyrstu útgáfu Þyrna löndum sínum „við háskólann í Kaupmannahöfn 1892—
1896“. Ártölin eru ekki valin út í bláinn. Þegar september-blöð Sunnanfara
komu út 1892, hefur íslendingum þar fyrst orðið ljóst hver maður Þorsteinn
Erlingsson var; hann hefur hlotið skáldlega viðurkenningu þeirra. Eftir það
hefur hann samneytt stúdentum oftar en áður; þeir hafa knúið hurðir hans,
dyr þeirra hafa staðið honum opnar. Það samneyti, og sú uppörvun sem því
fylgdi, hefur reynzt honum happasælt; hann færist allur í aukana í skáld-
legum skilningi. Árin 1892—1896 eru einmitt frjósömustu ár hans, gæfurík-
asta tímabil skáldsins Þorsteins Erlingssonar. Við skulum taka okkur vara fyrir
þeim staðlausu stöfum, sem stundum hafa kallazt íslenzk bókmenntasaga; og
þessvegna skulum við heldur ekki ofmeta gjöt íslenzku stúdentanna 15.
febrúar 1893 — hún var þó aldrei nema einn þáttur í margvísleguin skiplum
þeirra og skáldsins. En það vitum við með lullri vissu, að hún hefur orðið
gagnsöm fátæku húsi hans; og hún hlés honum í brjóst kvæði, sem fylgir
tungunni á firrstu vegamót.