Andvari - 01.06.1959, Blaðsíða 41
andvari
SIGURÐUR TRÖLLI
39
Sigurður „hrasar upp á við“ vegna
þess, að starf hans í fjöllunum er fórn í
þágu stríðandi mannlífs. Hann lifir meira
í anda Krists en önnur sóknarbörn séra
Hannesar, enda þótt þau hlýði ræðum
hans hvern sunnudag, en það skilur
presturinn ekki. Sigurður trölli óx frá
kirkjugöngum og bænalestri á þeirri
stund, sem hann ákvað að hverfa til
óbyggða, líf hans sjálft var orðið sá lif-
andi kristindómur, sem skáldið mat einan
nokkurs.
Himnaríkisvist var Stefáni ekkert
keppikefli, og þess verður heldur hvergi
vart, að Sigurður trölli sé að vinna sér
inn fyrir henni. Bættur mannheimur er
markmið skáldsins, og er næst að skilja
starf Sigurðar sem þjónustu við þá hug-
sjón. Hér má vísa til bréfs frá Stefáni:
» »Við Heljarhlið" heldur því einu fram,
að stundlegt líf og cndanlegt, lifað til
góðs, sé hið eina áhyggju-verða, eftir-
keppnislaust um reglur inn í annað líf
°g þó öllu lífi á öllum stöðum samhoðn-
ast".1)
Sigurður trölli sinnir í engu „reglum
Jnn í annað líf“, eins og séra Hannes
vildi þær vera láta, og á hér við:
að göfugleiksframför er eilífðin hans,
að frelsarinn eini er líf hans og lið,
sem lagt er án tollheimtu þjóðheillir við,2)
Hann er því ónæmur fyrir tali prests-
ins um hlýðni við helga bók, ónæmur
rVrir sjálfri kirkjunni. f augum hans eru
kirkjugöngur óþarfi og öll prestsleg þjón-
usta. Ber hér enn að sama brunni og
fyrr: Sigurður trölli er boðberi skoðana
skáldsins, sem segir í bréfi: „En mikil
naaeða er út af því, að lýðnum finnst
hann ekki komast af prestlaus og skrifar
sig fyrr undir kenningar, sem hann fyrir-
lítur í huga sínum, en að komast ekki í
kirkju, og finnst, að það sé þó eitthvert
sáluhjálparbragð að jafnvel því, -—- eins
og kerlingunni, sem matreiddi handa sér
kvistinn, sem grátittlingurinn hafði setið
á, í þeirri von, að það yrði þó kjötkeimur
að honum. En svo er ekki um að fást,
þetta er orðið andlegt neftóbak, og við
vitum nú, hverju venjan veldur um það.
Sumir prestar eru líka sveitar-ágæti, en
— hæfileikanna vegna, ekki guðfræð-
innar".1)
V. kafli kvæðisins hefst á þessum Ijóð-
línum:
Um hjartans þökk og auðmýkt innsta
var allt í skuld við forsjón háa,
sem réði falli fuglsins minnsta,
og fæddi svona stóra og smáa.
Hér er komið að mikilvægu atriði í
hugsun skáldsins. Skoðun kirkjunnar
felst í vísunni: öllu er stjórnað að ofan,
öll skepnan er leikfang í hendi forsjónar-
innar, þ. e. guðs.
Þetta viðhorf gerði Stefán ekki að sínu,
og sést hér í kvæðinu, hvað hann setur
í staðinn. Þcgar Sigurður hefur misst
báða foreldra sína, tekur hann því ekki
með kristilegu hugarþeli: auðmýkt, sem
sér í öllu leyndan hugsanagang guðs,
sem ætlar hverjum gott að lokum, eftir
að hafa búið mönnum sorg og fár. Hann
skal því látinn einn um rás atburðanna,
manninum ber að standa hjá. Sigurður
gerir uppreisn gegn atburðarásinni í stað
þess að trúa á gæzkuríka hugsun í dauða
foreldra sinna, að baki tilverunnar ríkir
ekki góður guð, sem starfar órannsakan-
lega, heldur er dauði „varnarlausra
manna" atvik, sem engar bætur fást fyrir
síðar. Því er ekki um að ræða ncina
^ Bréf og ritg. II, bls. 44 (6. sept. 1914).
2; Úr „Pétursborg".
1) Bréf og ritg. II, bls. 99 (11. maí 1916),