Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1959, Side 41

Andvari - 01.06.1959, Side 41
andvari SIGURÐUR TRÖLLI 39 Sigurður „hrasar upp á við“ vegna þess, að starf hans í fjöllunum er fórn í þágu stríðandi mannlífs. Hann lifir meira í anda Krists en önnur sóknarbörn séra Hannesar, enda þótt þau hlýði ræðum hans hvern sunnudag, en það skilur presturinn ekki. Sigurður trölli óx frá kirkjugöngum og bænalestri á þeirri stund, sem hann ákvað að hverfa til óbyggða, líf hans sjálft var orðið sá lif- andi kristindómur, sem skáldið mat einan nokkurs. Himnaríkisvist var Stefáni ekkert keppikefli, og þess verður heldur hvergi vart, að Sigurður trölli sé að vinna sér inn fyrir henni. Bættur mannheimur er markmið skáldsins, og er næst að skilja starf Sigurðar sem þjónustu við þá hug- sjón. Hér má vísa til bréfs frá Stefáni: » »Við Heljarhlið" heldur því einu fram, að stundlegt líf og cndanlegt, lifað til góðs, sé hið eina áhyggju-verða, eftir- keppnislaust um reglur inn í annað líf °g þó öllu lífi á öllum stöðum samhoðn- ast".1) Sigurður trölli sinnir í engu „reglum Jnn í annað líf“, eins og séra Hannes vildi þær vera láta, og á hér við: að göfugleiksframför er eilífðin hans, að frelsarinn eini er líf hans og lið, sem lagt er án tollheimtu þjóðheillir við,2) Hann er því ónæmur fyrir tali prests- ins um hlýðni við helga bók, ónæmur rVrir sjálfri kirkjunni. f augum hans eru kirkjugöngur óþarfi og öll prestsleg þjón- usta. Ber hér enn að sama brunni og fyrr: Sigurður trölli er boðberi skoðana skáldsins, sem segir í bréfi: „En mikil naaeða er út af því, að lýðnum finnst hann ekki komast af prestlaus og skrifar sig fyrr undir kenningar, sem hann fyrir- lítur í huga sínum, en að komast ekki í kirkju, og finnst, að það sé þó eitthvert sáluhjálparbragð að jafnvel því, -—- eins og kerlingunni, sem matreiddi handa sér kvistinn, sem grátittlingurinn hafði setið á, í þeirri von, að það yrði þó kjötkeimur að honum. En svo er ekki um að fást, þetta er orðið andlegt neftóbak, og við vitum nú, hverju venjan veldur um það. Sumir prestar eru líka sveitar-ágæti, en — hæfileikanna vegna, ekki guðfræð- innar".1) V. kafli kvæðisins hefst á þessum Ijóð- línum: Um hjartans þökk og auðmýkt innsta var allt í skuld við forsjón háa, sem réði falli fuglsins minnsta, og fæddi svona stóra og smáa. Hér er komið að mikilvægu atriði í hugsun skáldsins. Skoðun kirkjunnar felst í vísunni: öllu er stjórnað að ofan, öll skepnan er leikfang í hendi forsjónar- innar, þ. e. guðs. Þetta viðhorf gerði Stefán ekki að sínu, og sést hér í kvæðinu, hvað hann setur í staðinn. Þcgar Sigurður hefur misst báða foreldra sína, tekur hann því ekki með kristilegu hugarþeli: auðmýkt, sem sér í öllu leyndan hugsanagang guðs, sem ætlar hverjum gott að lokum, eftir að hafa búið mönnum sorg og fár. Hann skal því látinn einn um rás atburðanna, manninum ber að standa hjá. Sigurður gerir uppreisn gegn atburðarásinni í stað þess að trúa á gæzkuríka hugsun í dauða foreldra sinna, að baki tilverunnar ríkir ekki góður guð, sem starfar órannsakan- lega, heldur er dauði „varnarlausra manna" atvik, sem engar bætur fást fyrir síðar. Því er ekki um að ræða ncina ^ Bréf og ritg. II, bls. 44 (6. sept. 1914). 2; Úr „Pétursborg". 1) Bréf og ritg. II, bls. 99 (11. maí 1916),
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.