Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1959, Blaðsíða 93

Andvari - 01.06.1959, Blaðsíða 93
andvajíi STÚLKAN VIÐ ROKKINN 91 stúlkunnar, sem orðin var meira en þrítug. En lrún sótti þeim mun fastar sitt mál, og Stefán kiknaði fyrir. Upp frá þeim degi var svo talið á Hofi, að þau væru heitbundin, enda þótt piltur- inn mætti ekki til þess kvonfangs hugsa og drægi það á langinn eins og honum var unnt. En þar kom, að hann þóttist ekki lengur undanfæri eiga og beygði sig fyrir þeim örlögum, sem honurn voru búin. En ævi hans varð ekki löng: Hann lézt úr brjóstveiki að ári liðnu. Björg Uuttormsdóttir hafði höndlað það hnoss, sem hún sóttist mest eftir, en það veitti henni lítið yndi og gekk henni fljótt úr greipum. Var þetta allt átakanleg harmsaga. Siggeir Pálsson var bernskuár sín í fóstri hjá séra Vigfúsi Ormssyni, öðrurn auðmanni í prestastétt í Múlaþingi. Hann fór mjög ungur að heiman til náms, en kom aftur á Austurland að loknu stúdentsprófi í Bessastaðaskóla og gekk þá að eiga Önnu, dóttur séra Ólafs Indriðasonar á Kolfreyjustað. En hjóna- kand hans varð ekki heldur farsælt. Þau Anna slitu samvistir eftir nokkur ár, en skildu að lögum löngu síðar. Prests- embætti fékk Siggeir ekki fyrr en tuttugu °8 fjórum árum eftir að hann lauk skóla- nami, er honum voru loks veittir Skeggja- staðir á Langanesströnd. Þau Siggeir og Anna höfðu eignazt ookkur börn. Meðal þeirra var dóttir, sem hét Stefanía og bar nafn séra Stefáns Pálssonar, föðurbróður síns. Þessa stúlku tok Björg Guttormsdóttir í fóstur, og hefur því án efa valdið ræktarsemi við oiinningu manns hennar og nafn telp- Ur>nar. Sat þá Björg cnn á Hofi með ^nóður sinni fjörgamalli, þótt faðir hennar væri þá látinn og nýr prestur af öðru landshorni, séra Halldór Jónsson, hominn þangað. IV. 'Nú víkur sögunni að öðru fólki. Á Siglufirði hafði verið danskur verzlunar- stjóri, sem hét Idermann Schou. Hann átti íslenzka konu, Sigríði Jónsdóttur, og með henni nokkur börn. Árið 1832 flutt- ist Hermann Schou til Vopnafjarðar og gegndi þar störfum um skeið. Einn sonur þeirra hjóna hét Lúðvík, og fór hann ungur í verzlunarþjónustu í kaupstöðum á Norðurlandi og Austurlandi. Um þrítugsaldur var hann á Seyðisfirði, en gerðist um það leyti verzlunarstjóri hjá Örum & Wulff á Húsavík. Það var árið 1855. Llm þessar mundir var séra Bene- dikt Þórarinsson prestur í Eydölum og hniginn á efri ár. Hann var tvíkvæntur, og hafði fyrr átt Sigríði Einarsdóttur, vinnukonuna í Kirkjuhæ, sem Sigfúsi Árnasyni var meinað að eiga, en eftir fráfall hennar Þórunni Stefánsdóttur, prests á Valþjófsstað, Árnasonar í Kirkju- bæ. Elann hafði og lengi vcrið aðstoðar- prestur séra Árna í Kirkjubæ fyrr á árum og var því á margvíslegan hátt tengdur og vandahundinn hinni gömlu valdaajtt á Héraði. Hann átti dóttur af fyrra hjóna- bandi, Björgu, sem án efa hefur borið nafn gömlu Bjargar Pétursdóttur í Kirkju- bæ, enda þótt það væri hún, sem fastast spyrnti gegn því, að móðir stúlkunnar fengi að eiga Sigfús barnsföður sinn. Sumarið 1856 reið hinn u.ngi verzl- unarstjóri á Húsavík, Lúðvík Schou, suður að Eydölum og gckk að eiga Björgu Benediktsdóttur. Voru þau gefin saman í Eydölum snemma í ágústmán- uði, og liefur þetta sennilega verið ráðið árið áður, um þær mundir er hann fékk verzlunarstjórastöðuna á Húsavík. Hélt hann síðan með hrúði sína til Húsa- víkur. Nú var hvort tveggja, að Björg Gutt- ormsdóttir var kunnug Lúðvíki Schou og fólki lians frá uppvaxtarárum hans á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.