Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1959, Blaðsíða 71

Andvari - 01.06.1959, Blaðsíða 71
ANDVABI LANDIIELGISMÁLIÐ 69 setningum, sem byggðar eru á sérhagsmunum þeirra þjóða, er nýta vilja sér auðlindir þær, sem að réttu lagi tilheyra öðrum, og er gleggsta dæmið um það hrafa Bandaríkjanna til landgrunnsins. Sú krafa kom fram í tveimur yfirlýsingum, sem kenndar eru við Truman forseta og gefnar voru út árið 1945. Fjallaði önnur þeirra um rétt Banda- ríkjanna til hagnýtingar á auðæfum sjávarbotnsins utan þriggja mílna land- helginnar, en hin um fiskiverndarsvæði á úthafinu. Að því er til sjávarbotnsins tekur og þeirra auðæfa, sem i honum kunna að finnast, þá slá Bandaríkin eign sinni á þau. Hin yfirlýsingin virðist í fyrstu nokkuð óljós og skoðanir voru skiptar, hvað hún raunverulega þýddi. Töldu sumir, að liún jafngilti því, að Bandaríkin tækju sér lögsögu yfir hafsvæðum utan landhelginnar, en síðar var gefin nánari skýring á þessari yfirlýsingu, sem tók af vafa, þar sem sagt var að ’ekki væri um það að ræða að taka sér lögsögu yl’ir svæðum utan landhelginnar, heldur skyldu friðunarsvæðin á úthafinu ákveðin með samningum milli þeirra ríkja, sem veiðar stunduðu a svæðinu. Hvað sem annars má um þessar yfirlýsingar segja, þá er það augljóst, að með landgrunnsyfirlýsingunni tóku Bandarikin sér yfirráð yl'ir svæði, sem áður hafði verið talið utan lögsögu þeirra og voru þær aðgerðir að sjálfsögðu cingöngu miðaðar við hagsmuni Bandaríkjanna sjálfra. Hér var um að ræða hagsmuni, sem taldir voru lífshagsmunir Bandaríkjanna og þá er af skiljan- legum ástæðum gripið til þess að tryggja þá með því að gefa einhliða yfir- lýsingu, en ekki með því að freista þess að ná samningum við þá aðila, sem kynnu að eiga hagsmuna að gæta á umræddu svæði. Með fiskveiðarnar gildir allt öðru máli, því að þeir hagsmunir Banda- ríkjanna, sem þar voru í veði, töldust ekki svo þýðingarmiklir, að þeir réttlættu svipaðar aðgerðir og að því er tók til auðæfa sjávarbotnsins. Þessar yfirlýsingar, og þó einkum hin fyrrtalda, um sjávarhotninn, fram- kölluðu á næstu árurn skriðu af yfirlýsingum svipaðs eðlis frá fjölda ríkja. Munu að minnsta kosti 30 ríki eða verndarsvæði hafa gefið út slíkar yfir- lýsingar næstu 5 árin, en ýmsar þeirra gengu þó miklu lengra en yfirlýsing handaríkjaforseta hafði gert og átti það t. d. við um yfirlýsingar sumra ríkja í Suður-Ameríku. En Bretar koma hér einnig við sögu. Þeir áttu líka sína hagsmuni og þegar þeir sáu, livað var að gerast, þótti þeim hentugt að sigla í kjölfarið. í júní 1950 gaf brezka ríkisstjórnin fyrir hönd furstadæmisins Bahrain við Persa- Eóa út yfirlýsingu um yfirráðarétt yfir landgrunni þess svæðis, en Bretar eru hinir raunverulegu ráðamenn furstadæmisins, sem nær yfir eitt hið auðugasta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.