Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1959, Blaðsíða 87

Andvari - 01.06.1959, Blaðsíða 87
andvaiu UM LJÓÐABÆKUR ÁRSINS 1958 85 I lversvegna er mér ekki heldur fengin skófla svo ég geti fariÓ út á akrana og ræktað hamingju handa mönnunum svo ég geti kennt mönnunum að þekkja gleði hins starfsama sem á uppskeru í vændum °g fagnar hverjum nýjum degi ? Jón Ósliar: Nóttin á herðum okkar (Helgafell). Jón Óskar er í fremstu röð þeirra skálda, sem snúið hafa baki við þeirri befð, sem ríkt hefur í ljóðagerð þjóðar- innar. í fyrri bók sinni, Skrifað í vind- inn, 1953, er ljóðform hans á vatnaskil- um, en nú virðist skáldið hafa fundið það form, sem því hæfir bezt, og varpað stuðlasetningu og endarími fyrir borð, einnig oft háttbundnu hljóðfalli, svo formið verður laust. En í sumum ljóða Jons er hljóðfallið mjög rígskorðað, stundum meira en góðu hófi gegnir, svo það orkar allt að því svæfandi á les- andann, og mundi sennilega vagga hon- l|m inn í ljúfan draum, væru kvæðin eins og tvær til þrjár blaðsíður að lengd (t' d. kvæðið Leitir, sem þó er í röð hinna beztu í bókinni). Ljóð Jóns Óskars eru ekki stórbrotin, en blæþýð og geyma hreinar tilfinningar. Jón er einlægur íslendingur og yrkir oft úl lands og þjóðar. Hann ber samvizku kynslóðarinnar í brjósti sér og drauminn )>um betra líf og sáttgjarnari hendur". Eins og margir hafa bent á, eru ein- henningin á 1 jóðstíl Jóns einkum þau, að hann fléttar endurtekningum orða og jafnvel setningahluta gegnum ljóðin. f-’etta ljær þeim svip hins rennandi vatns, liau taka að niða við evrum. Slíkt vrði t*ó mjög leiðigjarnt á löngum kvæðum. hetta er þó ekki einkenni allra ljóða 3°karinnar, enda munu þau ort á alllöng- um tíma. Hins vegar er Jón ekki mynd- rænt skáld. En þegar honum tekst bezt upp, beitir endurtekingastíl sínum og smekkvísu orðavali, er líkt og hann lokki fram sérstakt veðurlag: lygna og hlýja kvöldblíðu. Yrkisefni Jóns eru m. a.: friðurinn, ástin, fósturjörðin, hamingjan. Um þessi efni talar hann glamurlaust, cn er þó í vanda staddur, eins og öll skáld á þessum kynlegu tímum, og fyrir þeim vanda trúir hann lesandanum í þessu erindi: Ég mæni döpru auga burt frá hálfu orði, veit ég þó að mér hýr margt í hug. Til einskis mæli ég við þig. Ó, hugsun, ég þykist ráða þér en ræð þó engu, þú svíkur mig. Hreykinn stendur stafur á bók, en livað hann merkir, það er valt. Kristinn Pétursson: Teningum kastað. Til eru eftir Kristin Pétursson skemmtileg kvæði, eins og fram kemur í íslenzkum ljóðum 1944—1953, en í þeirri bók, sem hann gaf út á síðasta ári, komast því miður engin kvæði í hálfkvisti við kvæði hans í úrvalinu. Víða bólar enn á kímni, en hún er ávallt í för með hundakúnstum, sem eyðileggja hana. Þykir mér Kristinn hafa flosnað upp í skáldskap sínum. Hann hefur að vísu nóg yrkisefni, eins og nýjasta bók hans sýnir, þar sem eru ádeilur á hersetuna, ameríska soldáta og „helstefnumenn". En þetta er ekki nóg, kvæðin verða mark- laus með þeim sprellikúnstum, sem Kristinn temur sér, menn hætta að taka skáldið alvarlega. Virðist mér hann á góðri leið með að breytast í hreinan jóker, og er það sorglegt um skáld, sem sumir fullvrtu, að væri í tölu trompspilanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.