Andvari - 01.06.1959, Blaðsíða 50
48
GlltíMUNDUIl DANÍliLSSON
ANDVAIU
„EF hún ekki endist lengur en til páska, þá held ég prófasturinn hefði
betur átt hana óselda."
„Ha? — Og láta biskupinn hafa hana fyrir ekki neitt! Nei, Jón minn
Diðriksson, ég neita því algerlega að láta amtmann, dauðann og biskupinn
taka af mér alla hluti, — hangiketinu og brennivíninu skal ég að minnsta
kosti sjálfur halda.“
Stundu síðar eru þeir riÖnir af staðnum, út í landsynninginn.
„Já, Jón minn Diðriksson," hrópar Þorleifur Arason og yfirgnæfir dyn vatns
og vinda, „ég stend við það sem ég sagði undir borðum áðan. Þú ert vís til að
skilja það — lengi búinn að fylgja mér, Jón, og fátt sagt, en því fleira heyrt og
séð: ég hef misst þann hlut — ég hef orðið að sjá af þeim hlut, að þaðan í frá
eru mér aðrir hlutir svo vel einhvers virði að þá sé hægt að éta og drekka.“
„Bágt er það, séra Þorleifur, ef mannsins líf skal vera ein löng erfis-
drykkja utan enda,“ gegnir meðreiðarmaðurinn, „og það eftir útlenda konu.“
„Hvurju skiptir það, — ef hún er öngu að síður sú eina kona, og aðrar
nafnið tómt? Sást þú nokkru sinni jómfrú Appoloníu Schwartzkopf?“
„Nei,“ anzar Jón Diðriksson, og tónninn í rödd hans er þess konar sem
hann vildi sagt hafa: „nei, sem betur fer.“
Þorleifur glottir við tönn og muldrar:
„Nei. En af þessum heirni fer þó enginn alsnauður, sem hana sá héðra.“
Þeir ríða þegjandi síðan, allt að fljótinu fram, og við Markarfljótsvað
bætir Þorleifur á sig brennivínslögg og býður Jóni að dreypa með sér á tárinu,
en Jón vill ekki drekka.
„Það er mikill vöxtur í því,“ segir hann og meinar fljótið. „Þú heldur
þig aftan við mig, Þorleifur, ég ætla að rekja brotin í dag.“
„Nei,“ gegnir Þorleifur Arason, „í þetta sinn skal ég rekja brotin, sjá
þú heldur fyrir okkur í kvöld.“ Hann hóf upp rödd sína og söng og keyrði
hestinn út í vatnið, syngjandi, en hlustaði ekki á andmæli Jóns Diðrikssonar.
Það var sálmur Lúthers, „Óvinnanleg borg er vor Guö“, tryllt og fagnandi
siguróp mannssálarinnar yfir andskotanum, hvern nú þarf ekki lengur að
óttast: „þótt djöflum fyllist veröld víð, þeim vinnst ei oss að hrella, því Jesús
vor oss veikurn lýð er vörn og hjálparhella". Þorleifur beljaði sálminn til enda
og kvað sterklega. Það gerðu höfuðskepnurnar einnig: regn og stormur lömdu
hann ofan til miðs, en fljótið þar fyrir neðan, — nú skall það á bóghnútu,
og dýpkaði meir, náði þó aldrei taghnarki. Ekki vissi Jón Diðriksson hvort það
var hesturinn eða Þorleifur, sem brotin rakti, eða hvort það var Lúther, eða
jafnvel sjálfur Jesús Kristur, nema eitt var víst: betur var ekki hægt að
gera það. Einhver ógnþrungin snilld Ijómaði af ferð Þorleifs Arasonar um