Andvari - 01.06.1959, Blaðsíða 13
ANDVARI
BOGI ÓLAFSSON MENNTASKÓLAKENNARI
11
voru honum þar falin ýmisleg trúnaðarstörf. Hann var forseti Þjóðvinafélags
íslands frá 1941 til dauðadags. Bar hann hag félagsins mjög fyrir hrjósti til
hins síðasta. Hann var um langt skeið félagi í Frímúrarareglunní. Hann rauf
ekki lieldur öll tengsl við athafnalífið, þó að hann liætti sjómennsku, var
m. a. einn af stofnendum útgerðarfélagsins Hængs í Reykjavík. Kostaði þetta
liann oft mikla aukavinnu, svo störfum hlaðinn, sem hann var fyrir. En Bogi
átti ekki marga sína líka að starfsþreki, á meðan hann var upp á sitt bezta.
VI.
í einkalífi sínu var Bogi Ólafsson hamingjumaður. Hann kvæntist árið
1919 Gunnhildi Jónsdóttur útvegsbónda á Akranesi Halldórssonar. Standa að
lienni kunnar horgfirzkar ættir, og er þar margt um hagleiksfólk og þrekmikla
athafnamenn.
Frú Gunnhildur hjó manni sínum fagurt heimili, og öll var sambúð
þeirra hin ástúðlegasta. I hinum langvinnu veikindum lians síðustu árin ann-
aðist hún liann af frábærri alúð. Þau eignuðust tvo syni, Agnar (f. 1921) og
Sigurð Örn (f. 1924). Báðir synirnir gengu menntaveginn. Agnar lagði eftir
stúdentspróf stund á blaðamennsku við háskóla í Bandaríkjunum og varð
síðar ritstjóri í Reykjavík. Sigurður lauk prófi í ensku við Oxfordháskóla og
lagði síðan stund á ritstörf í Reykjavík. Hann er höfundur hinnar ensk-íslenzku
orðabókar, er út kom árið 1952.
Bogi lét reisa mikið og vandað íbúðarhús við Tjarnargötu í Reykjavík
árið 1930 og bjó þar með fjölskyldu sinni til dauðadags. Mjög settu bækurnar
svip sinn á híbýli Boga. Allir veggir í hinni rúmgóðu skrifstofu hans voiu
alþaktir bókum, og var það þó ekki nema brot af hinu mikla bókasafni hans.
Bogi var manna gestrisnastur heim að sækja. Þó að hann væri oft önn-
um kafinn hafði hann ætíð tíma til að sinna gestum sínum. Og á slíkum
stundum var hann hrókur alls fagnaðar. Hann kunni manna bezt þá list að
segja frá, ekki sízt sögur af spaugilegum atvikum. Frásagnarháttur var mjög
persónulegur og málfarið sérkennilegt. Orðatiltækin voru oft svo skemmtileg,
að þau gleymdust ekki. Um menn, er liann taldi vitgranna, komst hann oft
svo að orði: „Hann kafnar nú ekki í mannviti" eða „Hann reiðir nú ekki
vitið í þverpokum“, og mörg voru orðatiltæki hans af svipuðu tagi.
Þó að Bogi væri oft kátur í fámennum liópi góðra vina var liann í eðli
sínu hlédrægur maður. Hann kunni sjaldan vel við sig í fjölmenni. Hann
sagðist sjálfur liafa verið mjög feiminn í æsku, en orðið að lirista af sér
feimnina, að minnsta kosti á yfirborðinu, þegar hann fór að vera meðal ókunn-
ugra. En þeir, sem þekktu liann bezt, vissu, að fcimnin yfirgaf liann aldrei