Andvari - 01.06.1959, Blaðsíða 51
ANDVAItl
YFIR FLJÓTIÐ
49
tæpt — stórhættulegt vaðið, — eins og þar færi herkonungur og einn sigur-
vegari alls stríðs. Allt þar til þeir höfðu austurbakkann undir fótum: þá hrá
skyndilega skugga hiksins yfir svipmót hans og fas. Flöktandi og áttavillt
leitaði sjón hans staðfestu í dapurlegu umhverfinu, án þess að finna nokkuð,
hann stöðvaði hestinn, leit framan í Jón Diðriksson og spurði:
„Hvað á ég nú að gera, Jón? — Eg finn að hjarta Símonar í Mið-Mörk
slær í mínu brjósti, og það hrópar til Guðs.“
Nú varð Jóni Diðrikssyni svarafátt í bili, hann hóstaði, og það var eins
og andlit hans væri allt í einu orðið gegnblautt í óveðrinu, svipur þess máður
út og runninn burt í vatnið.
„Prófasturinn gleymir því ég er ekki nema einn múgamaður,“ tautaði hann
í barm sinn, „hvað er að tala við slíkan um aðskiljanlegar gátur hjartans?“
„Ha — ekki það? En ég skal segja þér, það eru óvinir hjartans, sem
dómínera hér á jörðu og aldrei mun himinninn opnast þeim. Viltu drekka
með mér upp á það, Jón?“
„Þökk þeim sem hýður, — nei, ekki í dag, Þorleifur."
„Jæja, þá geri ég það einn, Jón minn,“ sagði Þorleifur Arason og setti
pelann á munn sér, „þá geri ég það.“
„Prófasturinn má ekki misvirða. En hann hefur kosið mig sér til fylgdar,
að ég gæti hesta hans og farangurs og að hann geti reitt sig á mig í ferðum,“
mælti Jón Diðriksson raunalega. „Auk þess veit ég það verður dimmt í lcvöld,
og fljótið heldur áfram að vaxa.“
„Vatnið rennur af háum fjöllum eftir hvössu grjóti,“ sönglaði prófastur-
tnn annars hugar og horfði í fax hestinum. „Svo er nú það. Jæja, hvað sem
því líður: við ríðum í Mið-Mörk.“
Það fór nú þó á annan veg, þeir komust aldrei svo langt. í ljósaskiptum
voru þeir allt í einu þar staddir í mörkinni, sem fjárhús stóð í hvammi. Kona
bograði í kumbli á bak við húsið og leysti hey úr stáli, hún var blaut mjög
og illa til reika, ásauðir þyrptust um torfskjólið, sem hún hafði reist umhverfis
heystabbann, og hrútur í miðjum hópnum. Þorleifur varpaði fram kveðju
og spurði konuna að heiti.
„Eg heit Oddrún,“ gegndi konan. „Með leyfi að spyrja, hverjir eru
niennirnir?“
„Ferðamenn utan yfir fljót," svaraði Þorleifur Arason, og sté af baki
°g gekk í kumblið til hennar. „Ég er þinn prófastur, Oddrún Sveinsdóttir,
hingað kominn til að framfylgja biskupsins dómi yfir ukkur Símoni."
Konan hætti að leysa heyið og leit glampandi augum framan í Þorleif
Arason.
4