Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.06.1959, Qupperneq 51

Andvari - 01.06.1959, Qupperneq 51
ANDVAItl YFIR FLJÓTIÐ 49 tæpt — stórhættulegt vaðið, — eins og þar færi herkonungur og einn sigur- vegari alls stríðs. Allt þar til þeir höfðu austurbakkann undir fótum: þá hrá skyndilega skugga hiksins yfir svipmót hans og fas. Flöktandi og áttavillt leitaði sjón hans staðfestu í dapurlegu umhverfinu, án þess að finna nokkuð, hann stöðvaði hestinn, leit framan í Jón Diðriksson og spurði: „Hvað á ég nú að gera, Jón? — Eg finn að hjarta Símonar í Mið-Mörk slær í mínu brjósti, og það hrópar til Guðs.“ Nú varð Jóni Diðrikssyni svarafátt í bili, hann hóstaði, og það var eins og andlit hans væri allt í einu orðið gegnblautt í óveðrinu, svipur þess máður út og runninn burt í vatnið. „Prófasturinn gleymir því ég er ekki nema einn múgamaður,“ tautaði hann í barm sinn, „hvað er að tala við slíkan um aðskiljanlegar gátur hjartans?“ „Ha — ekki það? En ég skal segja þér, það eru óvinir hjartans, sem dómínera hér á jörðu og aldrei mun himinninn opnast þeim. Viltu drekka með mér upp á það, Jón?“ „Þökk þeim sem hýður, — nei, ekki í dag, Þorleifur." „Jæja, þá geri ég það einn, Jón minn,“ sagði Þorleifur Arason og setti pelann á munn sér, „þá geri ég það.“ „Prófasturinn má ekki misvirða. En hann hefur kosið mig sér til fylgdar, að ég gæti hesta hans og farangurs og að hann geti reitt sig á mig í ferðum,“ mælti Jón Diðriksson raunalega. „Auk þess veit ég það verður dimmt í lcvöld, og fljótið heldur áfram að vaxa.“ „Vatnið rennur af háum fjöllum eftir hvössu grjóti,“ sönglaði prófastur- tnn annars hugar og horfði í fax hestinum. „Svo er nú það. Jæja, hvað sem því líður: við ríðum í Mið-Mörk.“ Það fór nú þó á annan veg, þeir komust aldrei svo langt. í ljósaskiptum voru þeir allt í einu þar staddir í mörkinni, sem fjárhús stóð í hvammi. Kona bograði í kumbli á bak við húsið og leysti hey úr stáli, hún var blaut mjög og illa til reika, ásauðir þyrptust um torfskjólið, sem hún hafði reist umhverfis heystabbann, og hrútur í miðjum hópnum. Þorleifur varpaði fram kveðju og spurði konuna að heiti. „Eg heit Oddrún,“ gegndi konan. „Með leyfi að spyrja, hverjir eru niennirnir?“ „Ferðamenn utan yfir fljót," svaraði Þorleifur Arason, og sté af baki °g gekk í kumblið til hennar. „Ég er þinn prófastur, Oddrún Sveinsdóttir, hingað kominn til að framfylgja biskupsins dómi yfir ukkur Símoni." Konan hætti að leysa heyið og leit glampandi augum framan í Þorleif Arason. 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.