Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1959, Blaðsíða 34

Andvari - 01.06.1959, Blaðsíða 34
32 HANNES PÉTURSSON ANDVARl Og gróin víði Brattaskeiðin var norðanskýli bak við bæinn Þann tind bar liæst í liamraveggjum (þ. e. Goðagnúp) og liengiburstum klettasnasa með jökulgeira greypta í eggjum í giljum, sem við norðri blasa. Vikið er að Svartadal, með „svclla- gljám“, „hamraklifum" og „jökulleyn- um“, og sagt, hversu háskalegur hann sé ferðamönnum. Skáldið lýsir Frosta- stað, þar sem var „rof af rústum", og híbýlum Sigurðar. Býr hann í fjárhúsi: — — — Ur hellusteini var hleðslan gerð og moldarhnausum En inni hlóð með aringlærum stóð úti í horni dyrum fjærri, og flet úr svörtum sauðargærum var sett á bálk einn skjánum nærri. Lýkur fyrsta kafla með ljóðlínunum: en bilið, sem að svo varð eftir, var sauðakró. Þar rýmdust fáir. II. kafli fjallar um Sigurð. Kemur hann til sögu, þar sem hann gætir fjár í fjallinu ofan við bæinn. Er honum glöggt lýst: og síð var brún og hæruskotin og módökkt auga að hálfu huldi. Og vaðmálsúl)m yzta klæða hann ofan dró að verptu skónum. Síðan segir, að hann haldi sig löng- um í fjöllunum, hýsi kalda gesti og gæti sauða sinna. — En nú fer veðrið óðum versnandi. Sigurður veit af ferða- manni á nálægum grösum og sér í hendi sinni, að einn síns liðs muni hann verða úti í veðurofsanum. Hann hóar því saman fénu, rekur það heim og byrgir í húsi. Svo greip hann staf og hálu skíðin, til heiða frarn um fjallveg stefndi. 1 III. kafla er Sigurður trölli korninn heim úr leiðangri sínum, í kafaldssnjó með manninn á bakinu. Bær hans er á kafi í fönn, en Sigurður ryður „fanna- göng til dyra“ og kemur byrði sinni í „bólið auða“. IV. kafli greinir frá húsvitjunarför séra Hannesar til Sigurðar trölla. Hon- um er órótt innanbrjósts, kvíðir köldum móttökum, því Sigurður er satans þegn í augum séra Ilannesar, þar sem hann hafði aldrei sótt sakramenti í öll þau sautján ár, sem hann hafði talizt sóknar- barn hans. Prestur verður feginn að kom- ast slysalaust heim á Frostastað. Þó var eftir þyngsta þrautin: Og kannske geymdi húsið hrekki, því heimaríkur er sá gamli. Sigurður er ekki heima við, þegar til kemur, og sér prestur ekki annað ráð en bíða hans. Undir kvöld kemur hann heim með sauði sína og býður klerki að vera um kyrrt, sem hikar við að hefja embættis- verkin. Trölli er hinn vingjarnlegasti: En húsráðandinn bar fram bolla. í búi, kvað hann, smátt til gæða. En hangna bóga og bringukolla í boði liafði hann gesti að snæða. Kaflinn endar á vangaveltum séra Hannesar um happadrýgstar leiðir til að koma erindi sínu í kring. I næsta kafla, hinum V., teflir skáldið Sigurði og presti fram hvorum gegn öðr- um. Idér verður fyrra ris kvæðisins af tveimur, hið síðara og meira er í seinasta kaflanum. Segir frá viðræðum þeirra, andstæðar skoðanir mætast. Séra Hannes heldur því fram, að „hjartans þökk“ og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.