Andvari - 01.06.1959, Blaðsíða 72
70
DAVÍÐ ÓLAFSSON
ANDVARI
olíusvæði í heimi. Með yfirlýsingu þessari var því slegið föstu, að með því
að réttindi strandríkis til yfirráða yfir náttúruauðæfum landgrunnsins í nánd
við strendur þess hafa verið viðurkennd í framkvæmd með aðgerðum annarra
ríkja, þá lýsir furstinn því yfir, að landgrunnið í Persaflóa undan landhelgi
Bahrain sé undir algjörri lögsögu og yfirráðum furstadæmisins.
Hér er sem sé gripið til einhliða aðgerða í því skyni að ná yfirráðum
yfir landgrunninu utan þriggja mílna landhelginnar, til þess á þann hátt að
tryggja hagsmuni Breta í sambandi við hagnýtingu náttúruauðæfanna á þessu
svæði, og það notað sem afsökun að önnur ríki hafi þegar gert hið sama,
vegna liagsmuna þeirra. Að því er snerti hafið sjálft yfir þessu landgrunni,
eða fiskveiðar þar höfðu Bretar hinsvegar engra hagsmuna að gæta og því
eru yfirráðin ekki látin ná til þess.
En ekki var látið nægja að framkvæma slíkar einhliða aðgerðir á þessum
eina stað. í sama mánuði voru gefnar samskonar yfirlýsingar fyrir átta land-
svæði, senr öll nrunu vera á þessum hjara heinrs og öllum sameiginlegt að
þau eru nrikil olíuvinnslusvæði, og sanrskonar yfirlýsingar voru einnig gefnar
fyrir ýmsar nýlendur Breta í Mið- og Suður-Anreríku.
Þarna byggja Bretar einhliða aðgerðir sínar á því, að skapað lrafi verið
fordænri, með því að aðrar þjóðir hafi gert slíkt á undan.
Sú yfirlýsing, sem upphafinu olli, hafði verið gefin út 1945, eða 4
árum áður en Bretar birtu sínar yfirlýsingar.
Nú er það vitað, að ýmsar þjóðir hafa á undan íslendingunr lýst yfir 12
mílna almennri landhelgi, og lrafa reglur um slíka landhelgi verið í gildi í
sumum löndum allt upp í hálfa öld, en annars staðar um styttri tíma, og má
því sannlega segja, að þar hafi skapazt fordæmi með meiri rétti en Bretar
töldu, að því er varðar landgrunnsyfirlýsingarnar. Ekki er heldur kunnugt um,
að Bretar eða aðrir hafi, þegar þannig stóð á, gripið til annarra mótaðgerða en
venjulegra diplómatískra mótmæla.
Af þessu er augljóst, að það er ekki sama að dómi Breta hver það er,
sem gerir einhliða aðgerðir. Einhliða ráðstafanir til að tryggja hagsmuni Breta,
að því er snertir olíuna, eru að þeirra dómi allt annars eðlis en einhliða ráð-
stafanir íslendinga til þess að tryggja lífshagsmuni sína varðandi fiskveiðar
við strendur lands síns.
Hér hefir verið drepið lítillega á landhelgismálin í Ijósi þeirrar þróunar,
sem átt liclir sér stað í stjórnmálum lieimsins, einkum undanfarinn hálfan
annan áratug, og er þá komið að því að athuga síðustu atburði í þróun málsins
hér og ástandið í dag.
Skal þá lyrst leitazt við að svara þeirri spurningu, hvað það er, sem