Andvari - 01.06.1959, Blaðsíða 110
108
GEORG BRÖNDSTED
ANDVARI
gildi. Þessir þingstaðir komu í stað hinna
fornensku moats, t. d. Fingay Hill í N.
Riding, sem enn sjást leifar af hjá bæn-
um Osmotherley, enn fremur Thingwall,
sem nú er týnt, en var áður þingstaður
hinnar öflugu norrænu byggðar í Esk-
dale, sömuleiðis i N. R. Þessi þrjú nöfn:
Riding, Wapentake og Thingwall (Þing-
völlur), bera vitni ótvíræðum land-
stjórnarhæfileikum Norðurlandabua.
Ornefni þau, sem nú tíðkast í E.
Riding, skiptast eftir hlutfallinu 4 á móti
3 Englum í vil. Mikill fjöldi hauga ber
vitni um, að Englar hafi snemma setzt
þar að. Landið er mjög frjósamt, og þó
að innri hluti þess, ásarnir tlic Wolds
(wa:dz), sé nokkru síðri, er það samt
frjósamasti hluti Yorkshires og laðaði til
sín hæði Engla og víkinga, og voru það
einkurn danskir víkingar frá tímum Hálf-
danar, sem settust hér að og námu land.
Þetta er sá hluti Danalaga, sem her
mestar menjar um dönsk áhrif, ásamt
Lineoln, landinu handan við Humber.
E. Riding skiptist í 6 Wapentakes, og
eru tvö þeirra þrískipt. Tvö þessara 6 bera
dönsk nöfn: Holderness, austast, af fd.
hold, höldur, höfðingi, sem næstur gekk
jarli að tign — nafnið kemur einnig
fyrir í Holdnæs, fyrir sunnan Flens-
borgarfjörð, -— og Buckrose, norðvestan
til, 1180 Buccros af fn. Bukki, landa-
rnerki hans + cross. Það sýnir greini-
lega styrkleikahlutfallið í E. Riding, að
sérensku endinguna —- worth : gerði,
vangur, sem aðeins kemur fyrir á einum
stað í N. R., vantar alveg hér i E. R. Það
er einhver algengasti nafnsliður í hinum
engilsaxnesku hlutum Englands. Önnur
cnn Ijósari sönnun eru hin 78 torp, sem
cru á víð og dreif um allt E. Riding;
hinn nafnsliðurinn, sem er sérdanskur,
-hy, kemur fyrir í 43 þorpum (landsbyer),
cn endingin tun, sem oftast nær er
anglísk, kernur aðeins fyrir í 17 nöfnum.
Norsk nöfn eru fá og dreifð.
Brot úr norrænum sérnöfnum, einkum
dönskum, sem orðið hafa hlutar staða-
nafna, eru mýmörg, eða nánar til tekið
121, en samsvarandi anglísk nafnbrot 91,
hlutföllin eru þannig 4 dönsk á móti 3
anglískum. Flest nöfnin eru okkur óþekkt.
Nefna má:
Ólafr í Anlaby, anglo norræn mynd
Anlaf.
Áskell í Asselby, á dönsku Eskil.
Björg (Ingibjörg) í Burythorpe.
Björn í Barmston.
Brandr í Brans Dale.
Fleinn í Flamborough.
Gunnhildr í Gunby.
Ingúlfr í Inglepool.
Kári — á dönslm Káre — í Caythorpe.
Náttfari í Nafferton.
Snorri í Sneerholmcs.
Þorkell í Thirtlehy.
Tóvi í Towthorpe.
Viðfari i Weaverthorpe.
Englendingar hafa sjálfir áætlað fjölda
danskra örnefna í Danalögum um 2000,
en mikinn hluta þeirra er að finna í E.
Riding og N. Riding. Þar við bætast
nöfn á ökrum og engjum, sem að sögn
Kristians Halds skipta tugurn þúsunda.
Frá Iíolderness Wapentake má nefna:
Holmton (umpten), af hólmr: engi, akur
meðfram strönd (enn þá til á íslandi),
frekar en hin venjulega merking ár-
bakki. Elztu myndirnar hcra keinr af
danska orðinu hulm.
Langthorpe: sbr. Lamdrup á Fjóni.
Ganstead: (gansticd), n. Gangsted, fn.
gangstaðr: fundarstaður, þar sem deilur
eru útkljáðar með hólmgöngu; sbr.
Wetwang i Buckrose, fn. vettvangr. Á
íslandi var hólmgöngustaðurinn hreyti-
lcgur, en hér fastákveðinn.