Andvari - 01.01.1997, Síða 23
andvari
JÓN HELGASON
21
Ævistarfið
Jón Helgason hafði ungur að árum aflað sér mikillar þekkingar í ís-
lenskum fræðum, bæði um íslenska tungu og þróun hennar og um ís-
lenskar bókmenntir, en ekki hvað síst um íslensk handrit. Einnig
varð hann snemma mjög vel að sér í málum og málsögu Norður-
landa, og Norðurlandamálin talaði hann öll og ritaði, jafnt færeysku
sem nýnorsku. Minnið var ótrúlegt, og enda þótt hann gæti ekki
svarað Ólafi Gunnarssyni frá Vík í Lóni hvað hann hefði mikla
minnisvídd, vegna þess að hann vissi ekki hvað minnisvídd var, hafði
hann tiltækan í minni sér þann óþrjótandi sjóð fróðleiks sem gott var
að sækja í, enda margir sem notfærðu sér það og komu sjaldnast að
tómum kofunum.
Jón Helgason lauk námi óvenju ungur. Starfsævi hans varð því
lengri en flestra annarra fræðimanna, og má raunar segja að hún hafi
byrjað á öðru ári hans í háskóla og orðið hátt í sjö áratugir. Þegar
hugað er að verkum hans er þó ljóst að þessi langa starfsævi er ekki
ein nægileg skýring á því hve miklu hann kom í verk; þar hefur
margt komið til. Hann var lengst af hraustur og ævinlega þaulsætinn
við vinnuna, en auk þess afkastamaður með ólíkindum og þolið ótrú-
legt. Hann var með afbrigðum glöggskyggn og fljótur að átta sig á
vandanum, hvort hægt væri að ráða fram úr honum og á hvern hátt,
eða hvort forsendur vantaði til að geta komist að niðurstöðu. Hann
var með öðrum orðum hamhleypa við vinnu, jafnvel svo að okkur
miðlungsmönnum gat virst það ómennskt, en þó varð aldrei annars
vart en að hann ynni verk sín í fullkominni ró.
Til að gefa mönnum nokkra hugmynd um störf Jóns Helgasonar
verður hér á eftir getið hins helsta sem hann hefur skrifað og gefið
út. Áður var minnst á útgáfu hans á ljóðmælum og bréfum Bjarna
Thorarensens. Þær bækur komu út á vegum Hins íslenska fræðafé-
lags í Kaupmannahöfn, en það félag stofnaði Bogi Th. Melsteð 1912,
eftir að Kaupmannahafnardeild Hins íslenska bókmenntafélags var
lögð niður og starfsemi þess félags alfarið flutt til íslands. Fræðafé-
lagið hefur meðal annars gefið út Jarðabók Árna Magnússonar og
Páls Vídalíns, alls þrettán bindi. Af þeim las Jón prófarkir af 4.-7. og
9 - 12. bindi. í ritröð félagsins: Safn Frœðafélagsins um ísland og ís-
lendinga, hefur Jón samið og gefið út sex bækur. Áður er getið um